Andvari - 01.01.1904, Qupperneq 77
71
stœrra en báðar tjarnirnar. Neðri hjallinn dregur sig
inn meS Króksfirði öllum og á honum standa bæirnir,
en hærra hjallann má greina fyrir ofan hæina, og eins
sést fjöruborð með Berufirði á sömu hæð. Þegar sær
stóð á hinum efri mörkum var Reykjanesið eyja, lægðin
i fjallið gengur niður íyrir hina efri strandlínu. Malar-
kömbum og hjöllum má fylgja úr Króksfirði inn í Gils-
fjarðarbotn, ]»ó sumstaðar verði lítið hlé á; lægri hjall-
inn er allstaðar stærstur og greinilegastur. Sunnan við
Gilsfjörð, í Saurbænum taka hjallarnir sig upp aptur,
eins og fyrr hefir verið getið. I þessum héruðum þykj-
ast menn almennt hafa orðið þess varir, að innri hluti
Breiðafjarðar sé að grvnnka; það er sagt, að sker séu
að koma upp, sem ekki sáust áður, að sund milli eyja,
sem áður voru djúp, séu eigi lengur skipgeng o. s. frv.
Fullar sönnur verða þó ekki færðar á þetta, þó það sé
sennilegt, af því flóðhæðar-merki aldrei hafa verið sett
neinstaðar.
Vér höfum nú séð að sævarmenjar eru mjög al-
gengar á Vestfjörðum og skulum vér þá athuga hverj-
um aðalreglum þær fylgja, Sævarmenjarnar eru þess-
ar sem nú skal greina; 1. Skeljar og rekaviður, sem
þó hvergi eru hált yfir sævarmáli vestra, varla hærra
en 30—50 fet. Skeljarnar eru allar af sömu tegundum
eins og þær, sem enn lifa við ströndina, þykkt ogstærð
og allt útlit þeirra er hið sama. 2. Malarrindar og
forn fjöruhorð nærri sjó, opt mörg saman hvert upp af
("»ðru; þau eru hérumbil á sömu hæð eins og skeljarnar
og rekaviðurinn. 3. Malarlijallar úr lábarðri möl,
stundum með leirlögum innan um; slíkir hjallar eru
mjög algengir og flestir 100—130 fet á hæð. Stærstir
eru þeir vanalega, þar sem ár og fjallgil hafa borið fram
mikið af grjóti svo efnið hefir verið nóg; fornar jökul-
öldur, skriður og giljadrúldur hafa opt orðið efni í sævar-