Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 80
74
liafa víða fundist í sævarmenjum fyrir neðan neðri Iijall-
ann. Á norður og austurlandi eru sævarmenjarnar ekki
nærri eins miklar og glöggar eins og á Vestfjörðum, og
ekki liafa þar heldur fundist strandlínur á 250 feta hæð;
brimhjallar og malarkambar ná þar þó víða 200 fet upp
frá sjó, og þaðan og niður úr má finna fjöruborð hátt
og lágt, allmörg virðast ])ó vera nálægt 130—140 feta
hæð yfir sjó. Enn hafa ekki nærri nógar rannsóknir
verið framkvæmdar til þess með vissu verði skorið úr,
hvort fjöruborðahæðið fyrir norðan og austan stenzt á
við hin fornu sævarborð á Vestfjörðum og verður slikt
að bíða betri tíma, ]>egar nægilega margar og nákvæmar
mælingar hafa verið gjörðar.
Vér höfum áður getið þess, að leirmyndanir eru al-
gengar á Suðurlandi; þar hafa fyrrum verið stórir fióar,
þar sem nú eru láglendi, og hafa jökulár borið leirinn
út í fióana og þar hefir dýralíf þroskast á mararbotni,
sem er nú orðið þurrlendi; skeldýraleifar eru ]jví hér
miklu algengari en annarsstaðar á landinu þar sem sæ-
brattara var. Leir ])essi er hvítgrár eða blágrár þcgar
hann er þurr, en dökkblár, þegar hann er votur. I hin-
um íslenzka leir er miklu minna af kalki en í útlendum
leir, og stendur ]tað í nánu sambandi við bergtegundir
landsins, þær seni algengastar eru; í islenzkum leir er
að sögn Keilhack’s aðeins0,l—0,2°/o af kolasúru kalki, í
dönskum leir, að sögn Jahnstrup’s 5—15"/„ af sama
efni. Lagskipting leirsins er o])tast mjög regluleg, lögin
eru lárétt og hafa sjaldan raskast; á stiiku stað eru i
leirnum ísnúin björg, sem hafís hefir borið frá jöklum
út á sjó, en þau hafa sokkið er jakarnir bráðnuðu;
sumstaðar er smærra grjót innanum, ísrakaðir steinar
og möl, en fremur er ]mð óalgengt. Þykkt leirlaganna
er mjög mismunandi, optast 10—15 fet, þó stundum
miklu minni, og líka stundum töluvert meiri, alll að þvi 120