Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 86
80
Þingvallavain, bæði af nefndum ástæðum og af' því að
það er eitt hið merkasta veiðivatn landsins og mjfVg
lítið rannsakað áður með tillili til dýptar og að öðru
leyti. Auk þess hefi eg á síðustu árum rannsakað lífs-
hætti trémaðksins og viðætunnar og skerndir þær, er
þessi dýr valda á skipum og bryggjum við Faxaílóa.
Sömuleiðis hefi eg baft tækifæri til að rannsaka merki-
leg atriði viðvíkjandi hrygningu laxins í Elliðaánum og
skal eg skýra hér frá hverju einu af ])essum atriðum.
I. bingvallavatn.
Enda þótt vatn þetta sé hið stærsta hér á landi og
að ílestu leyti hið merkasta og svo að segja daglega
róið á það til veiða, þá hefur það hingað til verið mjög
lítið kannað. Að vísu höfðu menn fundið í því mikið
dýpi á fáeinum stöðum, en þó ekki fengið neina ljósa
hugmynd um dýpt þess yfirleitt, botnlag o. s. frv. Hinn
eini visindamaður, er hafði kannað ]>að áður, var fiski-
fræðingurinn A. Feddersen. Hann mældi dýpið, rann-
sakaði bolninn og jurtalífið á nokkrum stöðum í norður-
hluta þess sumarið 1885. Sjálfur kom eg út á það
sunnanvert sumarið 1896, en kannaði það lítið (sbr.
ferðaskýrslu míua fyrir það ár), því eg sá þá, að það
þyrfti lengri tíma, en þann er eg þá gat mist ef rann-
saka skyldi ]>að nákvæmlega. Aðrar kannanir höfðu
ekki verið gerðar á því.
Tilgangur ininn með rannsóknum þessum var að
kanna dýpið, botninn og hitann í vatninu, að rannsaka
jurtagróðurinn og smádýralifið og, að svo miklu leyti
sem unt væri að gjöra á stuttum tíma, lífsháttu fiska
þeirra er veiðast í vatninu.
Eg lagði af stað 12. jiilí og hafði með mér úr
Reykjavík mann einn uppalinn við vatnið, Magnús Gísla-
son frá Króki. Auk hans fekk eg mér annan mann