Andvari - 01.01.1904, Qupperneq 87
öi
lil á hæjmn, því minna varð eigi komist af með, þar
sem oft varð að róa nokkurra nu'lna róður á dag. Til
ferða á vatnið liafði eg oftast bát, er eg leigði hjá gisti-
húsinu „Valhöll". Var hann mjög lítill (14’ langur) og
nijög lekur, en dugði þó. — Af því að vatnið er svo
stórt, varð eg smámsaman að færa mig frá einum bæ
á annan kringum vatnið og kanna það þaðan. Eg
dvaldi á jjessum bæjum : Þingvöllum, Arnarfelli, Miðfelli,
Villingavatni, Hagavík, Nesjum og Heiðarbæ. Framan
af voru oft stormar, seni hömluðu mér frá því að fara
út á vatnið. Þá dagana starfaði eg ]>ví helzt að mæl-
ingum á afstöðum. 9. ágúst var rannsóknunum lokið.
Lögun 0(j stœrð vatnsins. Ljóst yfirlit yfir dýptarhlut-
föll stöðuvatna (og sjávar) verður að eins gefið með upp-
drætti, sem dýptirnar eru markaðar á með tölum og
jafndýpíslínum. En hér var sá gallinn á, að enginn
uppdráttur er til af Þingvallavatni, nema á uppdráttum
íslands. Hinn stærsti þeirra (á Bj. Gunnlaugssonar
uppdrættinum) er svo lítill, að eg gat ekki notað hann,
ef koma skyldi fyj'ir á honum jafndýpislínum fyrir hverja
10 faðma, er eg viltli sýna. En lítinn uppdrátt má vel
stækka, ef hann er vel nákvæmur. En því láni var
ekki hér að fagna. Eg hafði viö komu mína að vatn-
inu áður, gengið úr skugga um það, að þessi uppdrátt-
ur hlyti að vei-a injög skakkur. Sá eg mér því þann
kost nauðugan, að reyna að gej-a hinar nauðsynlegustu
mælingar, til ]>ess að fá nokkurnveginn réttan uppdrátt
af vatninu (enda þótt eg sé ekki mælingafróður). Til
]>essa léði herra 1\. Zimsen verkfræðingur mér góðfús-
lega hornmæli einn (Vinkelsöjle) og góðan áttavita, er
þó ekki var auðið að nota vegna óreglulegrar segul-
skekkju kringum vatnið. Eg varð því að bjargast við
hornmælinn eingöngu og með honum mældi eg svo frá
nokkrum stöðum við vatnið afstöður ýmissa punkta
e