Andvari - 01.01.1904, Page 88
82
kringum ]>að og gekk út frá Þingvallakirkju og mæli-
staðnum á Ingólfsfjalli. Auk þess lét eg í vetur mæla
á ís línu milli Arnarfellsenda og Mjóanesodda. •— Á þenna
hátt tókst mér að gera uppdrátt af vatuinu og nágreimi
þess í mælikvarðanum 1 : (>0,000, eða áttfalt stærri en
á uppdrætti Islands. Yið þessar mælingar kom það í
Ijós, að umgerðin á gamla uppdrættinum er mjög skökk
og þar með lega eyja þeirra, er í vatninu eru og bæj-
anna kringum það. Að vísu er uppdráttur minn ekki
allskostar nákvæmur, en langt frá því rétta býst eg við
að hann sé ekki.
Samkvæmt mælingum mínum er lengd vatnsins frá
Oxarárósi í botn Hagavikur (eða Ölvesvatnsvíkur) 2l/8
rnílu og mesta breiddin, milli Mjóanesrótar og Hestvikur
l'/í milu og stærðin fullar 2 □ mílur.
Ðjjpið. Til þess að mæla dýpið hafði eg 7 punda
blýlóð og gekk til þess mikill tími og fyrirhöfn. Var á-
valt mælt með jöfnu millibili á beinni línu frá landi og
út á vatnið eða öfugt og í ákveðna átt. Millibilið milli
mælinga var ákveðið með tölu áratoganna, vanalega 100,
eða ef þéttar skyldi mælt, 50 eða að eins 25. Hvert
áratog reyndist að meðallagi 2’/„ fðm. Með þessu á-
vann eg bæði það, að ákveða hverri mælingu stað
og mæla vegalengd milli staða við vatnið. Á þenna
bátt voru gerðar 435 dýptarmælingar og þai" að auki
nær 100 aukamælingar, eða alls um 500. Ailar mæl-
ingalínurnar til samans voru nærri 18 rnílur að lengd.
A þenna bátt fekk eg all-ljósa bugmynd um dýpi
vatnsins og það var full þörf á svona mörgum mæling-
um, því vatnið er mjög misdjúpt. Yfirlit yfir dýpið
befi eg gefið á uppdrætti, er sýnir jafndýpislínur fyrir
hverja 10 fðm. og 5 faðma línuna að nokkru leyti. Auk
þess er sett á bann dýpið á ýmsum hinum dýpri stöð-
um í föðnnun.
1