Andvari - 01.01.1904, Side 89
83
Kannanir mínar Ieiddu í Ijós, að vatnið má teljast
mjög djúpt í samanburði við önnur vötn hér á landi,
er menn vila um dýpi í. Frekur helmingur jiess er
ýfir 20 faðma djúpur. Annars má skifta vatninu með
tilliti til dvpisins í norður- og suðurhluta. Það sem
greinir |>essa tvo hluta að, er grunn eiti mikið, er nær
langt suður og vestnr í vatnið, báðum megin við Mjóa-
nes og hefi eg jivi nefnt jmð Mjóanesgrunn. Það tak-
markast af 10 faðma línunni, þ. e. a. s., dýpi á því er
hvergi^en 10 fðrn. og smágrynnist upp að landi. Um
stærð grunnsins höfðu menn enga hugmynd áður.
Frá þessu gruuni snardýpkar á allar hliðar, eink-
um til SV. og S. Á milli þess og SV.-landsins (Haga-
vikurhrauns) er mjór áll, 20 — 30 fðm. djúpur og tengir
hann.djúpin fyrir N. og S. grunnið saman.
Suðurhluti vatnsins er yfirleitt mjög djúpur og víð-
ast rnjög aðdjúpt við land, því 10 faðma línan nær víða
upp að klettunum. Skagi einn stór gengur mitt út í
suðurvatnið. Yzt á honum er fell eitt litið, Lambhag-
inn. Djúpið fyrir vestan hann, Iiagavíkurdjúpið, er
alt að 27 fðm. djúpt, en i Miðfellsdjúpinu, fyrir N. og
A. skagann er dýpið meira, mest 42 fðm., skamt frá
klöppunum fyrir S. Miðfell. Þar er 30 fðm. dýpi hér
um bil 50 fðm. frá landi.
Norðui-hluti vatnsins (fyrir N. Mjóanesgrunnið) er
miklu misdýpri. Allur norðurhluti Vatnskotsvíkur og
Þingvallavíkin eru nvjög grunn; sama er að segja um
Skálabrekkuvikina og úti fyrir henni, þar er 10 faðma
linan nærri 1 /3 mílu frá landi, svo þar mvndast breitt
grunn, Skálabrekkugrunnið. Loks gengur grunn út
frá nesjunum fyrir sunnan Hestvik og standa Nesjaey
og Heiðarbæjarhólmi yzt á því austanverðu. Annars
er dýpið í norðurvatninu víðast 15—30 fðm. og
stendur eldgígurinn Sandey upp úr 25—30 fðm. dýpi.
b*