Andvari - 01.01.1904, Síða 92
86
uppi við land (Gjáarenda), vottar fyrir henni þvert yíir
víkina úti fyrir svo nefndum Drœlti og hverfur hún svo
undir NA.enda Arnarfells. Við SV.enda ]>ess kemur
aftur gjá, er liggur út eftir Langatanga, hér um bil i
stefnu við Hrafnagjá. Ekki varð eg hennar var úti í
vatninu. Aðrar gjár fann eg ekki, þrátt fvrir mínar
niörgu botnkannanir með lóði og botnsköfu og líklegt
er, að ef gjár hafa einhvern tíma verið úti i djúpinu, þá
séu þær fyrir löngu fyltar af leðju og horfnar, eins og
gjár á landi hverfa undir snjó. Allar þær gjár er eg
fann, eru lika einmitt á grunni, þar sem leðjumyndun-
in er minni. Botninn er yfirleitt svo sléttur, ]>egar urð-
irnar uppi við land eru undanteknar, að lóðið varð að-
eins i eitt skifti lítilfjörlega fast og botnskafan mjög
sjaldan.
Hitinnívatninu otj aðrensli þe-sv. Hitann mældi
eg oft og víða og reyndist hann nokkuð breytilegur á
ýmsum stöðum Yfirborðshitinn fer nokkuð eftir veðj--
inu og eftir ]>ví, á hverjum tíma dags liann er mældur.
En þegar kemur nokkuð niður frá yfirborði, verður
hann yfirleitt jafnari. Við botninn'er hann aftur nokk-
uð breytilegur, fer það bæði eftir dýpinu og svo því,
livort aðrensli er eða uppsprettur með frábrugðnum hita.
Til þess að sýna hitahlutföllin úti í vatninu í júlí og
ágúst, skal eg skýra frá mælingum mínum á 4 stöðum:
I. Kippkorn V. nndan Arnarfelli 17. júlí.
29 fðnt. dýpi 0,3° ( 1. hiti (við botn).
20 — 7,7 - —
10 — 9,5 _ —
0 — 10,0 - (í yfirborði),
1) Hitann niðri í vatninu og við bolninn inældi eg með mœli,
sem kcndur er við Negretti og Zambra. Honum má snúa við á
því augnubliki og dýpi er vill og sýnir hann liitann er þá var.