Andvari - 01.01.1904, Page 95
urna, úr ])ví ])að er kaldara en 4" (líklega ekki víir 3°)
og tefur fyrir ísmynduninni.
Jurtagróðurinn er ekki fjölskrúðugur, og blóm-
jurtagróðurinn mjög fátæklegur. Nykru (Potamgeton)
og mara (Myriophyllutn) gróðurinn mikli, sem er svo
algengur á 1—2 fðm. dýpi í flestum grynnri stöðuvötn-
um hér, sést varla í Þingvallavatni. Kemurþað eflaust
af ])ví, að vatnið er svo djúpt yfirleitt, en ókyrðin svo
mikil í álandsstormi á ]iví dýpi, er hæfastur er fyrir
þenna gróður, að hann getur ekki þrifist þar (rifnar
upp). Það getur verið allmikill hrimhroði við strend-
urnar þegar hvast er. Eg fann samhangandi maragróð-
ur að eins i Bæjarvíkinni hjá Nesjum, enda er þar lílil
hreyfing á vatninu.— Sef- og starargróður við bakk-
ana er óvíða, enda eru þeir víðast grýttir.
Aftur á nióti vex mikið af eins konar grænum
þara (Chara og Nitella) þar sem botninn er ekki alt
of hlautur (leðjuborinn), einkum á 7—1(5 fðm. dýpi.
Dýpst fann eg hann á 20 fðm. og grynst á 2—3 fðm.
Hann getur orðið allhávaxinn, fullar 2 álnir og vex oft
í stórum breiðum. Eg fekk hann olt upp á lóðinu og
stundum stórar flyksur i botnsköfuna. Eftir storma
fyllir hann stundum net fyrir mönnum, því þá slitnar
hann upp.
Fyrir neðan 20 fðm. fann eg engan jurtagróður,
nema kísilþara (díatómeur) þá, er svífa i vatninu
djúpt og grunt.
Dgralífmu má skifta í þrent: Dýralífinu á vatninu
og við ]>að, dýralífið á botninum og dýralífið uppi um
vatnið, fjær ('ða nær yfirborði. Dýr þau, er hafast við
á vatninu eða \ið það, eru fuglar og skordýr. Af
fuglum má einkum nefna veiðibjöllu og himhrima.
Veiðihjallan verpur mikið í Sandey. Kemur hún
þangað fyrst á Góu, verpur um krossmessu (14.