Andvari - 01.01.1904, Page 96
íto
maí) og fer aftur að mestu leyti 19 vikur af sumri, ])vi
])á eru ungarnir fleygir. Fæðu sína sækir hún að
mestu leyti til sjávar og má sjá tvær og tvær fljiíga,
annaðhvort vestur yfir (til Hvalfjarðar) eða suður yflr
(í Þorlákshafnarsjó) einkum á kvöldin. Himbrimar
eru alltíðir og taka ]>eir eflaust mikið af smáfiski úr
vatninu. Sama er að segja uin fiskiendur. Af eig-
inlegum öndum er lítið, nema allmikið af straumöndum
á Soginu.
Það má segja, að fremur sé lítið um fugla, en ]iví
meiri urmull er af skordýrum ýmiskonar. Sérstaklega
er rnikill aragrúi af ýmsum smáflugnategundum og
meinlausum mýfluguin (rykmýi og toppílugu), sem stafa
frá vatninu sjálfu (lirfurnar lifa í ]iví) en þar við bæt-
ist bitmýið.' Það klekst upp i Soginu (lirfan lifir i
straumvatni) og er pess vegna mest af því kring um
það og við sunnanvert vatnið, eins og kunnugt er, en
með sunnanátt og í molluveðri herst það norður með
öllu vatni og getur jafnvel orðið hvimleitt á Þingvöllum.
Uti á vatninu verður lítið sem ekkert vart við það. Af
öðrum skordýrum má nefna urmu'l af kóngulóm í hraun-
unum við vatnið. Veiða þær mikið af smáílugum.
Ennfremur járnsmiði, skortítur og vorflugur og nokkuð
af hunangsflugum.
Af dýrum, er lifa á vatnsbotninum, má fyrst nefna
urrnul af smásniglum (bobhunr) og vorílugulirfur. Mest
er af þeim ó steinum og klettum á litlu dýpi nærri
landi. I botnleðjunni, djúpt og grunt, er viða töluvert
af ormategund einni og örsmáum vatnaskeljum og mik-
ið af flugnalirfum.
Af dýrum þeim, er lifa upp um vatnið (fjær eða
nær botni) er sm á kr ab baf 1 ok ku ri n n langfjölskrúð-
1) Sjá ferðaskýrslu mina í Andvara 1897, bls, 103,