Andvari - 01.01.1904, Qupperneq 98
92
í vatninu sjálfu, ýniist þar sem kaldavermslavatn streym-
ir nt úr gjám við landið, eða á grunni, á malarblettum,
innan um sand og leir, þar sem enginn straumur er
sýnilegur. Helzt hefir ]>essa orðið vart kringum Arnar-
fell. Urriði er annars sagður að hrvgna í straumvatni.
Eftir því sem eg áður gat um og því er mér var sagt,
lifir hann einkum á murtu (smábleikju), smáurriðar
(,,urriðakútar“) eta einnig hrogn. Hann er veiddur i
lagnet. í Arnarfelli eru þau 10—15 faðma löng feld,
14—15 möskva djúp og 3" riðill. Urriðarnir geta orð-
ið 20—26 pda þungir. Mest veiðist nú af urriða á
Þingvöllum, Olvesvatni og i Arnarfelli, en þó yfirleitt
fremur litið.
Það er því bleikjan í ýmsum myndum, sem
er aðalfiskurinn í vatninu og mest er veitt af. Hún
hefir ýmisnöfn: riðablei kj a (netableikja), d j ú pbleikja
eða átubleikja, depla og murta. Ilafa sumir
menn haldið, að þœr vœru hver um sig einstakar teg-
undir (kynferði), aðrir, að þær væru sama tegundin á
ýmsu vaxtarstigi eða í ýmsu ástandi. Þó hafa víst
flestir álitið, að mest af „murtunni“ væri sérstök teg-
und.
Síðan 1896 hefi eg gert mér alt far um að kom-
ast að raun um, hvernig þessu væri háttað, bæði með
því að afla mér upplýsinga hjá veiðimönnum um lífs-
hætti þessara fiska og fá þá í hendur á ýmsum líma
árs; sérstaklega reyndi eg að fá að sjá sem mest af
þeim meðan eg var við vatnið og loks með því að láta
merkja og sleppa í vatnið töluverðu af þeim (murtu).
Netableikjan er að stærð og útliti eins og
bleikja gerisl í öðrum vötnum. Hún veiðist mestan
hluta ársins í lagnet á grunni, einkum ])ó á sumrin og
haustin á riðunum (riðableikja). Þyngdin er að jafnaði
l'/a—2'/2 pd. og lengdin 14—16", stærri bleikjur 16—