Andvari - 01.01.1904, Page 101
95
altaf mjðg uppblásinn. Margar voru vel feitar og góð-
ar átu.
Af ])ví sem nður er sagt, verð eg að svo stðddu
að álíta, að djúpbleikjan sé ekki annað en vanaleg
bleikja, sem öðru bvoru gengur niður í djúpið og lýsist
])ar; bvort litbreytingin stendur i sambandi við aði-a
fæðu (murtu og mýpúpur í stað snígla) og minni birtu,
skal eg láta ósagt. En víst er ]>að, að netableikj-
ur (jafnvel hinar dökkleitu riðableikjur) lýsast upp, ef
])ær liggja dauðar um hríð og fá ])á líkan lit og djúp-
bleikjan. Verið getur, að hinar stóru, geldu djúpbleikj-
ur séu orðuar gamlar og ófrjóvar og ])ar með bættar
að ganga á grunn.
Depla er kölluð sú bleikja, sem að stærðinni til
fyllir í skarðið í milli murtu og bleikju. Hún er í)1 /,2
—12” á lengd og */s—"ía pds á ])yngd. Hún veiðist
nokkuð í sunnanverðu vatninu, en mest í Ulfljótsvatni.
Eg fekk töluvert af henni á lóðina, og sýnir ])að, að
bún beldur sig mikið úti í djúpinu. Að útliti lil er
bún svo lík murtu (sumarmurtu), að varla er auðið að
]>ekkja þær að á öðru en stærðinni. Vaxtarlag og litur
er eins, mjóslegnar, með stóra sýlingu í sporð og kúpt-
an efra skolt, dökkvar á baki, silfurgljáandi á hliðum,
bvítar á kvið, með Ijósa kvið- og gotraufarugga. Að-
eins befir deplan greinilegri liina Ijósu smádepla, sem
eru einkenni bleikjunnar (af því er nafnið). Hrogna og
svilja verður stundum vart í henni. Hún er vist al-
ment álitin ung bleikja og get eg ekki séð annað en
að svo sé.
Loks er murtan; svo er nefnd öll sú bleikja, sem
er 6—9x/2" á lengd og ’/o-'/4 á þyngd. Gerður
er greinarmunur á haustmurtu og sumar- eða
geldmurtu. Menn greinir á um, bvort þetta sé alt
ung bleikja eða afbrigði, sem ekki nái meiri stærð. Að