Andvari - 01.01.1904, Side 103
97
en er nærri ávalt hvílleit á kvið (ekki rauðgul). Hún
líkist yfirleitt deplunni á litinn.
011 murtan heldur sig eflaust að jafnaði úti í djúp-
inu. Eg fekk nokkrar murtur á lóðina og enn íleiri
fann eg í mögum djúpbleikjunnar. Ur djúpinu slangrar
sumarmurtan upp að löndum, stundum i torfum á sumr-
in, einkum þegar hiti er og sólskin, eða á riðbletti bleikj-
unnar (til að eta hrogn?); haustmurtan kemur í torfum
í október til að hrygna, en hin murtan er |)ó með (til
að eta hrogn hinnar?), er hún (haustmurtan) þá veidd
mikið, mest í Arnarfelli, Mjóanesi, Miðfelli, Hagavík,
Nesjum og á Heiðarbæ. Menn leggja í einu, ]>ar sem
útvegurinn er mestur, 15—20 net (riðill 7/g—1") og
veiða stundum 600—1000 á nóttu. Aðalfæða murtuog
deplu er, eftir því sem eg hefi séð, mýflugu-púpur og
smákrabbar.
Hvar ungviði silungsins haldi sig í vatninu,
fekk eg lítið að vita um. Eg sá nokkuð af bleikjuseið-
um í Oxará og milli steina við Þingvallalambhagann.
Sagt var mér og að mikið sæist stundum af smáseiðum
i slýflyksum, er festast í netum, en hvort það eru sil-
ungsseiði eða hornsíli, veit eg ekki. Sumt af smáfiski
þeim er eg fann í maga djúpbleikjunnar, var svo smátt,
að vel má kalla það ungviði.
I gjánum hjá Þingvöllum sést dálítið af silungi,
sumt stórt, en megnið mjög smátt. Af þessum smá-
silungum veiddi eg marga. Voru hinir stærstu aðeins 4
-—4*/4" á lengd, surnir aðeins 2”. Þeir eru allfrá-
brugðnir bleikjuseiðum á sömu stærð að útliti; eru
mjög dökkir á lit, með ljósum blettum allstórum á hlið-
uin, með snubbótt höfuð og stutta skolta og hinn neðri
styttri. A hinum stærstu eru kvið- og gotraufarugga-
i'endur hvítar og reyndust þeir að liafa þroskuð hrogn
svil. Eg álít því að þetta séu dvergar, er ala ald-
7