Andvari - 01.01.1904, Side 104
Ur smn í gjánurn, en ná ekki meiri Irroska, aí' því að
fæðan, sem þeir fá í gjánum, er ónóg. Eg fann í mög-
um þeirra skordýr, er setjast á vatnið og jurta leyfar.
Einstaka sinnum fást úti í vatninu mjög líkir fiskar, en
stærri, 6—7"; gæli verið að sumir af þessnm fiskum
kæmust á unga aldri út í vatnið og næðu þar meiri
þroska.
Eg hefi nú stuttlega minst á fiskana í vatninu og
lífshætti þeirra. Að lokum ætla eg að drepa lítið eilt á
veiðina í því í heild sinni og á nokkur atriði, er að
henni lúta.
Hvernig veiði tiafi háttað í vatninu í „gamla daga“,
er eigi gott að fá miklar upplýsingar um. I jarðabók
Árna Magnússonar 1708 er getið um veiðina í vatninu,
en lítið hafa menn þá lagt stund á hana og lítill út-
búnaður verið. Um veiðina í Miðfelli er t. d. sagt að
hún sé „mikil oc góð . . . oftasl áreð um kring, ef
atorka være til höfð, en ecke brúkuð nema þá vatneð
liggur“. Um Mjóanes: „hrúkuð um sumartíma, um
Olafsmessuleyte oc á haustin, um krossmessuleyti, veitt
á bát með krókfære, um vetur á ís með dorg oc hopp-
unge“. Líkt er sagt um aðra bæi. Hvergi getið um
net og tekið fram um Nesja, að þau séu þar ekki til.
— Eggert Ólafsson lýsir veiðiaðferðum við vatnið í
ferðabók sinni (bls. 781—872), nefnir þar ýmis öngul-
veiðarfæri (öngul með ábundnum fögrum látúnshnappi
og rauðri dulj og svo hoppunginn), en net ekki. Svo
það lítur út fyrir að þau hati verið lítið brúkuð fyrir
lok 18, aldar. — I tíð séra Bjarnar á Þingvöllum (1828
—1844) voru (að mér var sagt) brúkuð 1—2 net úr
þræði (togi) frá bæ og þá aðeins fyrir bleikju og urriða,
því þá var ekki farið að veiða murtuna. Um 1850
voru brúkuð net úr hampi í Mjóanesi, líklega hin fyrstu
af því tægi. Nú eru netin riðin úr svörtum hörtvinna