Andvari - 01.01.1904, Page 108
102
þornaði ekki í, þá ætti að geta fengist góður nmrk-
aður fyrir hann í Reykjavík. Eins mætti ílytja hann
saltaðan þangað til reykingar. Reyktur silungur gefur
vist ekki reyktum laxi mikið eftir. En lil þess að þess
konar verzlun kæmist á, þyrftu menn að gera samtök.
II. Hrygningartími laxins i Elliðaánum,
Hinn 30. ág. 1902 skoðaði eg Elliðaárnar frá
Enskuhúsum efri niður að ósi. Voru þær sökum und-
anfarinna ])urka óvanlega vatnslitlar. Þær renna á
þessum kafla eftir hrauni og er botninn þvi ósléttur,
fullur af holum, skvompum og stórgrýti, svo nóg er af
fylgsnum fyrir fisk. Víða er mikið af slýi og ntosa í
botninum og á því og grjótinu mikið af sníglum og
blóðsugum. Það lítur ]rví út fyrir að nóg sé af æti
fyrir smáfisk, enda var þar krökt af urriða- og laxaseið-
um. Ofanvert við Arbæ skiftist áin í 2 kvislar og rétt
fyrir neðan Ensku hús fer lítil hvísl úr aðalánni og
rennur í ve.-tri kvíslina. Þessi litla kvisl vnr víðaþorn-
uð upp og fann eg þar margt af dauðum seiðum í laut-
um, er vatnið var horfið úr. Voru það bæði lax- og
urriða seiði ársgömul, en meðal hinna lifandi seiða er
eg sá í ánni, voru mörg ári eldri.
Lax hefur aukist mikið í ánum nú hin síðustu ár,
siðan Englendingurinn eignaðist þær, ])ví nú er þar
að eins veitt á stöng. Kunnugir menn segja og aðlax-
inn fari stækkandi. Stærstir eru þeir 15—16 pd., en
sjaldan yfir 10 pd.
Hinn sama dag og eg var við árnar (30. ág., sið-
asta veiðidaginn samkv. reglugerðinni), voru veiddir 15
laxar í þeim fyrir ofan Ensku hús. Eg fekk ;.ð skoða
þá. Þeir voru 3—9 pd., allir staðnir og sumir mjög;
])að voru bæði hængar og hrygnur. Voru sumir þeirra
nœrri útgotnir. — Meðal laxa, er veiddir voru 21. ág.