Andvari - 01.01.1904, Side 109
103
1901, sá eg einn er hafði nærri fullþroskuð hrogn. — I
sumar er leið (1903), sá eg einn veiddan 16. ág., 6x/2
pd. þungan, með nærri fullþroskuðum hrognum og
Vernh. Fjeldsted, alvanur laxveiðimaður, er sér umárn-
ar, sagði mér að hrogn hefðu þá verið rennandi í Iaxi
í byrjun ágúst. 14. s. m. sagðist Gunnl. Pétursson,
sem einnig er í þjónustu Englendinga, er veiða í ánum,
hafa séð veiddan úthrygndan lax. 22. ág. sá eg stór-
an hæng, með miklum sviljum, en þó ekki rennandi og
hrygnu með stórum hrognum, ekki lausum og 24. s.m.
8 pd. hrygnu, er að nokkru leyti hafði laus hrogn.
Með þessu er fengin sönnun fyrir því, að lax byrj-
að hrygna hér miklu fyrr en annars er álitið og á sér
stað í öðrum löndum, jafnvel snemma í ágúst og kem-
ur það vel heim við það, er eg gat mér til um árnará
Norðurlandi (sbr. skýrsla min 1900, hls. 91). Hvort
þetta eigi sér stað í öllum ám hér á landi, eða hvort
áraskifti séu að því, hvenær hrygningin byrjar, er ekki
auðið að segja að svo stöddu. En þar sem þetta hefur
verið eins í 2 sumur, sem að vísu hafa verið óvenju
mikil þurka sumur hér syðra, þá eru h'kur til að svo
sé ávalt. Að minsta kosti fæ eg ekki séð, að þannig
löguð veðrátta geti haft nein áhrif. Annars væri mjög
æskilegt að athugulir laxveiðendur vildu veitaþessu eftir-
tekt, hver í sinni á og láta mig vita, ef þeir yrðu nokk-
urs vísari, því þetta er merkilegt atriði, þegar um frið-
unartíma laxins er að ræða.
III. Trémaðkurinn og viðætan og skemdir
af þeirra völdum.
A ferðum minum undanfarin ár hefi eg gerl mér
far um að kynna mér sem bezt útbreiðslu þessara
skaðræöisdýra alt i kringum landið og rannsaka skemd-
ir þeirra. I skýrslum minum hefi eg svo ávalt skýrt