Andvari - 01.01.1904, Page 110
104
frá þvi, hvers eg liafi orðið vísari um ]>au. En auk
þess hefi eg í síðustu 7 ár athugað lífshætti þessara
dýra í Reykjavík og nágrenninu og skemdir þær, er þau
hafa gert á skipum og bryggjum. Það hafa verið svo
mikil brögð að þessum skemdum, sérstaklega á þikskip-
um af völdum „maðksins11, að það hefur valdið útgerð-
armönnum eðlilegrar áhyggju.
Trémaðkurinn er einskonar skeldýr, en frábrugðinn
flestum skeldýrum, að því leyti að hann er langur og
mjór, eins og ormur (,,maðkur“). Skeljarnar um hann
eru mjög litlar og eru eins og hólkur um framendann,
„hausinn11. Ut úr afturendanum eru 2 mjóar pípur.
Liturinn er hvítur. Hann grefur sig inn í við af öllu
tægi, og myndar djúpa holu, smugu, er nær einslangt
inn í tréð og maðkurinn er langur eða lengra. Smug-
una þekur hann svo alla innan með kalki, er smitar út
úr honum, nema inst, þar sem hann er að bora, en
það gerir hann með skelinni, sem er alsett smáörðum,
líkt og þjöl. Hanu hefur aðeins hústað í trénu, líkt og
skelfiskar, er búa í liolu í leirnum á sjáfarbotni, en nær-
ist ekki á því. Fæðan eru örsmá dýr í sjónum, er ber-
ast inn í maðkinn með sjónum, inn um aðra pípuna.
Út um hina pípuna herasl „tréspænirnir“, saurindin og
lirfurnar. Pípurnar getur hann teigt út úr smugunni og
kipt þeim inn, ef við þær er komið. Eggin eru feikna
mörg, klekjast fyrst út í maðkinum og svo berast lifrurn-
ar, sem eru á stærð við lítinn títuprjónshaus, úl í sjóinn
og sveima þar um nokkurn tíma, en setjast svo á við,
ef þær finna hann fyrir sér, skip eða rekavið, og bora sig
þegar inn, annars fara þær forgörðum. — Þegar þeir
hora sig inn eru þeir svo smáir, að smugan er aðeins
1/2" á vídd, en víkkar svo inn á við, eftir þvi sem
maðkurinn vex. Hann kemst því aldrei af sjálfsdáðum
út úr smugunni og getur ekki þrifist fyrir utan hana.