Andvari - 01.01.1904, Qupperneq 111
105
Það sein hér er sagt um lífshætti trémaðksins, á við
ýmsar tegundir hans yfirleitt, en eg skal nú stuttlega
skýra frá því er eg hefi orðið vísari um hælti þeirrar
tegundar, er hér er um að ræða og nefnd er Teredo
norvegica Spengler, því aðrar eru hér ekki þektar.
a. I bryggjum. Seint í október 1896 fann eg að
piankar þeir, er festir eru á rönd steinbryggjunnar hér
í bænum, voru mjög smognir og 20. maí vorið eftir
fann eg lifandi „maðkau á sama stað. Þar með var
sönnun fengin fyrir ]>ví að maðkurinn getur vel lifað og
æxlast hér, því plankarnir höfðu verið látnir nýir og ó-
smognir á fyrir 4 árum.
22. fehr. 1901 fann eg hann í Fischersbryggju í 8
fremstu kláfunum (,,búkkunum“). I 3. fremsta kláfnum
voru að eins tómar smugur og 1 lifandi maðkur, alt að 4'
yfir lægstafjöruborði. Allar voru smugurnar svo dreifðar,
að viðirnir voru varla veikari af ])vi. Bryggjan var
srníðuð 1895. — I trjám úr eldri bryggjum hefi eg séð
einstaka smugu, eins var mér sagt í Vestmanneyjum,
að þar hefðu fundist smugur i gömlum bryggjutrjám.
Annarsstaðar hefi eg ekki fundið hann, né spurt til hans
í bryggjum.
b. ] uppskipunarshipum er fljóta á Reykjavíkur-
höfn. 1899 skemdust 2 skip mikið í botninn. Þau
voru bæði hikuð með ,.blankfernis“; í öðru skipinu
voru allar smugurnar efst í borðunum, neðan undir skör-
inni, en þar hafði fernisinn eigi tollað á af því að væt-
an úr síinu hafði sigið niður á borðin og ekki þornað
áður en hann var borinn.á. Maðkurinn hefur því get-
að borað sig þar inn. Allar voru smugurnar smáar.
Skip er eg skoðaði 7. maí 1902, var smogið í 2 neðstu
umförum, alveg á sama hátt og hið fyrr um getna, því
málning sú, er á ]*vi var, hafði verið borin á það hálf-