Andvari - 01.01.1904, Side 116
/
Í1Ö
Nr. 25. Skoðað s. d. Neðan í kilinum liafði orð-
ið vart við maðk fyrir hálfum mánuði og fundist 2 lifandi?
Eg fann aðeins 1 smngu gamla í kilinum (gat ekki
skoðað hann allan) og nokkrar mjög smáar í sjómáli.
Keypt frá Englandi 1900.
Nr. 26. Skoðað s. d. Gamlar smugur í miðjum
kinnung. Kjölurinn allur holetinn að neðan, með hvöss-
um röndum og skörðóttum. Sementi hafði verið strok-
ið neðan á kjölinn í lautirnar. I afturstefni og stýri
voru einnig smugur. Allar voru þær gamlar, en enginn
maðkur. Skipið var nýkeypt frá Fæj'eyjum.
Nr. 27. Skoðað s. d. Margar stórar gamlar smug-
ur í kili, kjalborði og stýri, sumar innúr og inn í bönd.
llafði legið hálf íljótandi síðan í marz í vetur.
Nr. 28. Skoðað s. d. á floti; nokkrar gamlar smug-
ur alt að 5" langar á kinnung 1 sjómáli; keypt frá Seyð-
isíirði 1901, en þangað frá Englandi 1899.
Nr. 29. Skoðað s. d. á floti. Fáeinar smáar smug-
ur gamlar í sjómáli. Keypt frá Englandi 1899.
Auk ])essai-a skipa hefi eg fengið að vita um að
maðkur hefur fundist 1901, 1902 og 1903 i nokkrum
skipum, er eg liefi eigi haft tíma eða tækifæi'i til að
skoða sjálfur. Hve mikil brögð hafi verið að því í llest-
um, veit eg ekki með vissu. Um eitt af þeim var líkt
háttað og 10. skipið, er eg hefi lýst. Fyrir mestum
skemdum varð skip eitt 1901. Vorið 1899 liafði verið
gert töluvert við það, en þó ekki orðið vart við maðk
í því. Haustið 1901 var allur botninn upp á síður,
einkum um miðbikið, mjög etinn. Skipið hafði ekki
verið vel hirt, koltjargað og verið mest síðasta sumarið
á Faxaflóa.
Eg hefi nú stuttlega skýrt frá því, er eg hefi séð
af skemdum í skipum og skal eg bæta við það nokkr-
um athugasemdum. Eg hefi skoðað svo mörg skip,