Andvari - 01.01.1904, Side 117
iii
súm lítið, sum mikið skemd, að eg liefi fengið nokkurn
vegin ljósa hugmynd um hætli maðksins í aðalatriðum.
Af j)ví sem sagt er frá hér að framan sést |*aö,
að maðkurinn ræðst vanalega fyrst á skipið í sjómáli,
eða á dragið og kjölinn, einkurn á síðari staðina, og til
]*ess eru eðlilegar orsakir. Hann getur bezt borað sig
inn, j*ar sem minst er af varnarmeðulum (koltjöru eða
ýmsum „patent“ áburði). I sjómáli er þessu hættast við
að fara af, ]*ar sen* bátar' og sökkur nuddast svo oft
við skipshliðina, eða akkerin á kinnungunum. Þegar
skipin eru smurð liggjandi í fjörusandinum, er sjaldan
unt að þurka kjölinn svo vel, að áburðurinn tolli á
honum neðantil og alsendis ómögulegt neðan á honum.
Það eru ]*ví oft stórir blettir neðan til á kilinum, sem
eru óvarðir og ]*ar fer maðkurinn oftast inn, eða neð-
an í liann. Dragið er enn verra við að eiga, enda er
]*að langoftast mjög smogið, einkum ef ]*að er úr furu
og ]*að er venjan. Fari maðkur í byrðinginn borar
hann sig oftast í röndina á plönkunum, við nótina eða
inni í henni. Þar vill áburðurinn líka oft ekki tolla á,
af ]*ví að plánkaröndin hefur verið vot undir, af vætu
úr „verkinu". Ef leita skal að maðki í skipi, ]*á eru
allir þessir staðir sérstaklega athugaverðir.
Um æxlunartíma maðksins hér hefi eg orðið
þess vísai'i, að hann getur að minsta kosti staðið yfir
frá því seint í apríl, þangað til seint í ágúst, eða í 4
mánuði. A þessum tíma getur hann því komið i skip.
Lirfurnar hefur mér ekki tekist að finna i sjónum, og
aldrei séð maðk nýkominn í skip, en í staur, sem tek-
inn var á sjó í Faxatlóa í lok júlimán. 1901, voru þeir
aðeins að byrja að bora sig inn, smugurnar ekki '/2'"
á lengd. Þeir bora sig oft inn í stórhópum, en fæstir
þeirra ná að búa til stórar smugur. Þegar þeir eru
komnir inn, lítur út fyrir, að þeir vilji ekki fara úr því