Andvari - 01.01.1904, Page 118
liá
tré inn i aiinað, sem liggur að því. Eg lieíi margoft
séð að smugurnar liggja inn á við aftur, þegar þær
nálgast mjög yfirborð trésins. Þessvegna sésl það t. d.
sjaldan að maðkurinn fari úr draginu upp í kjölinn.
Smugurnar liggja að jafnaði eftir endiíöngu trénu og
liætta dálítinn spiil frá enda þess. En þó eru undan-
tekningar frá iivorutveggja. En oft getur það komiðfyr-
ir, þegar tréð utan um smugurnar er orðið mjög þunt,
að vatnsþrýstingin sprengi ]tað, þar sem þynst er og
svo komi leki.
Stærsta maðka hefi eg fundið nærri i fet á lengd
og ef mér hefir verið sagt rétt til um, hve lengi drag
hefur verið undir skipi, þá geta þeir náð fullri
stærð á 2 árum (2 sumrum og einum vetri; sbr. 20.
skijtið) og fortakslaust á 3 árum.
Hve lengi maðkurinn getur lifað í skipum á sjó, er
ómögulegt að segja neitt um, einkennilegt er það, að
stundum hefi eg séð útsmogið drag, sem ekki hefur
verið lengi undir, en engan maðk í því lengur. Það
getur komið af því að smugurnar opnast við harðlmjask,
]>egar tréð er orðið eins og frauð, og maðkarnir drep-
ist við það. I sjómáli eru smugurnar oftast smáar og
maðklausar, sem líklega kemur af ]>ví, að maðkur hefur
komið um sumarið, meðan skipið var þungað, en drep-
ist þegar skipið hefur komið tómt í vetrarlagi, af því
að maðkarnir hafa þá komist upp úr sjó.
Annars liefi eg gert tilraunir lil að l’á vitneskju um,
hve lengi maðkurinn getur lifað í smugum sínum á
þurru. Til þess geymdi eg dragstykki, fult af möðkum
í skugga undir beru lofti og í þurki, en lagði ])ó mottu
yfir. Smáhjó eg svo stykkin í sundur. Eftir 10 daga
fann eg þá enn með lífsmarki, en eftir 12 daga engan,
og má víst gera ráð fýrir, að hann lifi yfirleitt ekki
lengur en 14 daga á þurru. Þegar hann er dauður
J