Andvari - 01.01.1904, Side 119
1Í3
rotnar hann íljótt. Eitt dragstykkiS lét eg liggja 2 daga
i 6° frosti í íshúsinu. Þegar eg gáði að, voru maðk-
arnir harðfrosnir, en lifnuðu aftur þegar þeir þiðnuðu.
Eg hafði því miður ekki fleiri maðka til að gera þessa
tilraun ýtarlegar. Osalt vatn þolir hann illa. I hreinu
vatni dóu þeir eftir 2—3 tíma og í sjó, blönduðum til
helminga með vatni og í fúlum sjó, dóu nokkrir eftir
líkan tíma.
Eftir því sem sagt er hér að framan, heíir rnaðkur
einhverntíma gei't vart við sig í 2/3 þeirra skipa, er eg
hefi skoðað, ef ekki fleirum og eg býst við að líkt sé
um hin skipin, er eg hefi ekki séð, eða, að meiri hluti
allra skipa við Faxaflóa hafi einhverntíma
fengið maðkinn i sig, svo það er ekki að ástæðu-
lausu, að eigendur þeirra hafi orðið smeikir, en sú er
þó bót í máli, að í fáum skipum heíir hanu orðið
magnaður, hann hefir helzt orðið jtað í þeim, er ekki
hafa verið vel hirt. Sum hafa komið með hann í sér
frá útlöndum, en í mörg hefir hann einnig komið hér.
I skipum vestra, nyrðra og eystra veit eg ekki til að
vart hafi orðið við hann, nema í einu skipi á ísafirði,
er key]>t var frá útlöndum fyrir fám árum. Enda eru
ílest skip á þessum svæðum sett upp á vetrum og efa-
samt er, að maðkurinn geti þrifist í hinum kaldari sjó
fyrir norðan og austan, einkum á veturna.
Eg hefi fyrir nokkrum árum bent á, bæði í blaða-
grein („Islandi“ II, 9. tbl.) og fyrirlestri, er eg hélt í
skipstjórafélaginu, hver ráð eru helzt til að verjast
maðkinum. Menn eru einnig farnir að sjá af reynsl-
unni, hvað helzt sé að gera, en eg álít þá ekki vanþörf
á að benda á hið helzta, er hægt er að gera.
Ef skipin eru ekki sett á land að vetrinum, eða
látúnsvarin, en ]>að er víst hið eina fullörugga ráð, þá
verður að hirða þau vel. En góða hirðingu kalla eg
8