Andvari - 01.01.1904, Qupperneq 120
114
það, að ]>au séu vandlega skoðuð og hrei nsu8
(,,bönku8“) og borinn á ]iau, að minsta kosti tvis-
var á ári, í miðjum maí eða um Jónsmessu og áður
en þau eru lögð í vetrarlœgi (á íloti), sá áburður er
bezt reynist, og ef þau eru vel hirt, þá er hættan
minni á þvi, að skipin stórskemmist.
Eg heíi áður bent á, Iivar maðksins só einkum að
leita og það er áríðandi, að skipstjóri eða sá, er um
hreinsunina á að sjá, sé glöggur á smugurnar (þær má
ávalt kanna með vírsj>otta) og gái vel að þeim.
Ef að eins fáar sinugur íinnast, má reka trétappa
í þær, maðkurinn deyr þá í þeim, ef hann er þar fyrir.
Þegar svo búið er að skoða og hreinsa skijiið, verð-
ur að bera á það góðan áburð, og sjá um að það sé
vandlega gert. Sá áburður er hér hefur óefað gefist
bezt hingað til, er „Nordens Kobberstof11. Eg held mér
sé óhætt að segja, að þar sem hann nær að festast á,
fer maðkur ekki inn lengi vei á eftir og hann ver
ágætlega fyrir ytri óhreinindum, ])ara og hrúðurkarli.
En hann tollir ekki á þar sem blautt er undir, t. d.
þar sem vætlar úr nót, eða oft neðan til á kilinum eða
á draginu.
Að þurka kjölinn og dragið vel, er nærri ómögulegt
þegarskipið er hreinsað í fjöru. Flest skip, er nýkeypt
eru frá útlöndum, eru draglaus. Að hreinsa kjölinn og
smyrja að neðan, er ómögulegt, svo að liði veröi. Þess-
vegna er kilinum svo hætt við að smogna og maðkur-
inn fer þá einkum í hann að neðan eða á hliðunum,
þar sem blautir blettir hafa verið og áburðurinn ekki
tollað á. En nú er kjölurinn eitt dýrasta stykkið i
skij)inu og ávalt erfitt og dýrt að setja í nýjan kjöl.
Eg hefi því lagt til og legg til enn, að drag sé sett á
öll skip, annaðhvort úr furu og smurt með karbólíneum
og koltjöru, eða úr efni, er inaðkurinn etur síður, en á