Andvari - 01.01.1904, Síða 122
Undír kviðnum og synda ]oeir út, þegar ]ieir eru til
þess færir og naga sig svo inn á öðrum stað. Fullorðnu
dýrin geta einnig synt út og inn og eru |iví ekki eins
staðbundin og trémaðkurinn. P]g hefi fundið mæður
með egg undir kvið á tímabilinu frá 20. marz til 20.
maí.
Eins og eg hefi sagt frá í skýrslum mínum, hefi
eg fundið viðætuna á ýmsum stöðum í bryggjum á
Suður-og Vesturlandi frá Djúpavogi að Isafirði. En eg
hefi baft sérstakt tækifæri til að athuga hætli hennar
í Reykjavík, ]>ví þar hefir hún um langan aldur starfað
dyggilega að ]>vi að eta bryggjurnar jafnharðan og ]>ær
hafa verið smíðaðar eða endurbættar.
Bryggjurnar í Reykjavík eru oftast bygðar á kláf-
um, sem settir eru á sandinn og fyltir með grjóti. Þæj-
etast yfirleitt frá sandinum og alt að 7'/2 fet yiir lægsta
fjöruborð, en efsta 1 '/„ fetið þó lítið. Hve langt þær
etast niður í sjóinn, veit eg ekki, þvi engin bryggja í
Reykjavík, að einni undantekinni, sem er alveg ný,
nær rneir en 1—2 fet undir lægsta fjöruborð, en á
því svæði etast þær alveg að botni. I kilinum á áð-
urnefndu skipi var viðætan 10—12 fet undir yfirborði
sjávar. Svo djúpt fer hún þó niður að minsta kosti. —
Líkt hlýlur hún að haga sér annarsstaðar við Faxa-
tlóa, en þar hefi eg fundið mikið af henni i Hafnarfirði
og Keílavík. En þar sem eg hefi fundið hana á Vest-
fjörðum, fer hún ekki eins Iiátt upp frá sjó, á Bíldudal ekki
nema 3 fel yfir lægsta fjöruborð og á Þingeyri og ísa-
firði alls ekki upp fyrir það. Sama á sér vist stað á
Djúpavogi og ef hún er í bryggjum annarsstaðar á
Austurlandi og Norðmlandi (sem eg hefi ekki getað
fengið neina vitneskju um), þá er hún þar ekki fyrir
ofan lægsta fjöruborð. Þelta hygg eg að stafi af því
að lagnaðarísinn í fjörðunum og meiri loftkuldi V., N.