Andvari - 01.01.1904, Side 123
117
og A. lands drepi hana, ef húnkemst upp yfir yfirborð
sjávar. Ef til vill er sjórinn N. og A. lands of kaldur
fyrir hana, ]iví hún á aðallega heima sunnar, líkt og tré-
maðkurinn.
Til ])ess að gefa ljósa hugmynd um, hve rnikið
þetta dýr getur skemt, skal eg lýsa skemdum hennar á
Fischersbryggju i Reykjavík, því þar hefi eg fylgt hátt-
um hennar frá byrjun.
Bryggjan var snn'ðuð sumarið 1895 úr furu og
greni, um 200 feta löng, 12 feta breið og um 8 feta
há framan til. Allir máttarviðir voru úr 8 þuml. trjám.
Að ntan voru kláfarnir þaktir með 1 þuml. borðum.
Hún kostaði yfir 6000 kr. Eg skoðaði hana fyrst haust-
ið 1896. Þá voru botntré fremstu kláfanna tveggja
(þeir eru 8 alls) lítið eitt farin að etast á röndunum.
Nœst skoðaði eg liana 28. ágúst 1900. Þá voru klæðn-
ingarborðin á öllum fremri kláfunum orðin svo mjög
etin, að göt voru komin á þau víða, sumstaðar alt að
4 fet yfir lægsta fjöruborð, og þar sem sást i bjálkana
í kláfunum; voru þeir mjög etnir. Eoks skoðaði eg
hana 22. febr. 1901. Þá voru að eins 3 efstu kláfarn-
arnir óskemdir; hinn 4. var að framan etinn 3'/2 fet
upp frá sandinum; liinn 5. var allur sunduretinn i botn-
inn og alt að 6 fet upp frá sandi, 6. enn þá meir og
7. etinn nærri upp úr, c. 7'/2 fet frá lægsta fjöruborði.
6 þuml. tré etin nærri sundur. 8. kláfurinn var etinn
frá botni og upp úrogalt farið ofan af honum.— Þetta
þrekvirki hafði hið litla dýr unnið á rúmum 5 árum!
en þar hafa líka tugir, ef ekki hundruð þúsunda verið
starfandi! 1902 varð að endurnýja lremsta fjórða hluta
bryggjunnar.
Eg liefi tekið eftir ])ví, að viðætan etur ekki kvista
í furu og greni og etur jafnvel minna harðari lögin í
árhringum viðarins en hin mýkri. Hún snertir ekki