Andvari - 01.01.1904, Side 129
Iö3
hið sama er um ráðstafanir, er hún með ]>eim afsalar
sjer trygging, er hún á í eigum bónda síns eða fjelags-
búsins. Ástæðan til ákvarðana ])essara er auðvitað sú,
að koma i veg fyrir að konan láti til leiðast að takast
á hendur skuldbindingar fyrir mann sinn, ]>vi að ef
henni væri það i sjálfsvald sett, gæti enda svo farið, að
myndugleikinn yrði henni fremur til ógagns en gagns.
Hinsvegar getur amtmaður veitt samþykki sitt, ef hon-
um virðist það vera hjónunum fyrir beztu.
Að vera fjár síns ráðandi (myndugur) hefur i sjálfu
sjer eigi aðra þýðingu en þá að geta upp á eigin spýt-
ur tekizt á liendur skuldbindingar, en hverja þýðingu
þetta hefur fyrir gifta konu er aftur komið undir, livað
lögin heimila henni umráð yfir. En við rannsókn á
þessu atriði og á fjármálum hjónanna yfirleitt er nauð-
synlegt að greina á milli hvort fjélagsbú eða sjereign er
með hjónum.
I. Fjelagsbú.
Sje fullkomið fjelagsbú með hjónum, eiga þau það
bæði alt í sameiningu og er ]>á enginn sá hlutur, sem
annað þeirra eigi sjerstaklega; alt er í sameign, og þótt
t. a. m. maðurinn „gefi“ konu sinni einhvern grip, er
gripurinn samt sem áðnr eign fjelagsbúsins. Skilji hjón-
in, á hvort þeirra tilkall til helmings af fjelagsbúinu.
11. grein laganna kveður svo á; „Bóndi hefur einn
umráð yfir fjelagsbúinu“. Þótt konan hafi í sjálfu sjer
jafnan eignarrétt til fjelagsbúsins sem bóndi hennar,
hefur hún þó alls engan umráðarjett yfir ]>vi ])ólt full-
myndug sje, en bóndinn hefur einn öll umráð yfir sam-
fjelagsbúiuu og getur farið með ]>að eins og honum vel
líkar, safnað skuldum, er síðar rhá heimta goldnar af
búinu, keypt hluti til búsins, selt hluti ]>ess (t. a, m.