Andvari - 01.01.1904, Page 130
124
uppáhalds reiðhest konunnar!) og eytt andvirðinu o.
s. frv.
Að konan er þannig útilokuð frá umráðum yfir
fjelagsbúinu og manninum fengin þau í liendur er rök-
stutt með því. að vanalega er ]mð maðurinn, sem aílar
fjárins, og virðist því rjett að gjöra ]>að að meginreglu,
að hann hafi á hendi umráð yfir búinu; en ef hann á
að ráða, verður að taka umráðin af konunni, þvi að
ella gœti hún gjört ráðstafanir, er kœmu í bága við bú-
stjórn hans. Og að láta rjett bóndans til að ráða fyrir
fjelagsbúinu og að skuldbinda það vera venjulega kom-
inn undir samþvkki konu hans, mnndi alloftast verða
til þess að lama mjög atvinnurekstur þann, sem á að
vera stoð heimilisins. Lögin hafaþvisett þá aðalreglu,
að konan, þótt fullveðja sje, skuli eigi bær um að ráða
yfir samfjelagsbúinu, heldur skuli umráðin yfir því vera
hjá bónda hennar einum.
Þó eru nokkrar undantekningar frá þessu:
1. Samkvæmt 11. gr. laganna má bóndi eigi nema
með samþijyki konu sinnar afhenda, veðsetja eða leigja
með óvenjulegum kjörum eða um óvenjulega langan tíma
fasteignir þær, er eignarskjölin bera með sér að konan
lagði til fjelagsbúsins, og eigi heldur afhenda, veðsetja
n je kvitta skuldabrjef, hlutabrjef, ábyrgðarskírteini, sjiari-
sjóðsbækur og önnur þess konar skjöl, er hún hefur
lagt til og bera hennar eignarnafn.
Lögin heimila eigi konunni full umráð yfir hinum
tilgreindu fjármunum, heldur aðeins meðráð með
manninum. Þar sem maðurinn getur farið með þann
arf, er honum tæmist eins og honum líkar, er þetta á
annan veg með konuna; hún þarf samjrykki bónda síns
til hverskonar umráða yfir arfi sínum. Yilji konan
rifta þeim ráðstöfunum, er maðurinn hefur gjört í bága
við þennan meðráðarjett hennar, skal málssókn hafin