Andvari - 01.01.1904, Side 131
Í2B
Innan árs frá ]>ví a8 ráSstafanirnar voru gjörðar eSa
þinglesnar.
Meðráðarjettur konunnar nœr aðeins til þeirra fjár-
muna, er tilgreindir voru, ög eigi til annara lausafjár-
muna. Iiafi hún erft peninga og sjeu ]>eir útborgaðir
henni ásamt manninum fyrir hönd búsins, falla þéir
undir umráð mannsins, og það er jafnvel talið efasamt,
hvort hún hefur heimild til að heimta að fjeð sje þegar
i stað lagt inn á sparisjóðsbók, er beri nafn hennar, til
þess að hún þannig geti fengið meðráðarjett yíir því;
öll sanngirni virðist þó mæla með því að veita henni
heimild til að gera slika kröfu.1 — Fasteignaskjölin,
skuldabrjefin og sparisjóðsbækurnar verða að bera nafn
konunnar, þvi að öðrum kosti falla fjármunirnir undir
umráð mannsins, enda þótt sannað verði að fjeð stafi
frá arfi konunnar; verður að setja þetta skilyrði lil þess
að það sje öðrum mönnum ljóst, hvenær leita þnrli
samþykkis konunnar við ráðstafanir, er gjörðar eru um
þessa fjármuni. Konan virðist eiga að hafa rjett lil
])ess að heimta, að skjölin beri hennar eigið nafn en
eigi fjelagsbúsins, því að ef maðurinn ætti að hafa rjett
til að ákveða þetta, yrði þessi ákvörðun laganna þýð-
ingarlaus.
Þar eð lögin heimila konunni aðeins meðráðarjett
og maðurinn því einnig hefur rjett til umráða yfir þess-
um fjármunum, leiðir þar af, að skuldheimtumenn geta
leitað fullnustu í þeim með tjárnámi fyrir skuldum
mannsins, án þess samþykki konunnar þuríi til. Þessi
meðráðarjettur konunnar verður því í sjálfu sjer mjög
þýðingarlítill og ófullkominn, og hefðu lögin hjer getað
gengið skiir framar og kveðið svo á, að þessir fjármun-
1) Sjú þó Deunlzoi': Familieret 4. Udgavc, bls. 147.