Andvari - 01.01.1904, Side 134
Í2Ö
ingur, að konan telzt að hafa fulla heimild til að gjöra
allar ]iær ráðstafanir, sem alment eru samfara bússtjórn,
einkum sje maðurinn fjarverandi, sjúkur eða á annan
hátt ekki viðlátinn til að stjórna búinu sjálfur.
Eins og fyr er getið, verður eigi gengið að fjelags-
búinu til fullnustu á skuldum giftrar konu; eigi verður
heldur gengið að fjelagsbúinu fyrir skaðabótakröfum,
sem konan hefur bakað sjer fyrir i'of á gjörðum samn-
ingum. En ef kona verður skaðabótaskyld, án pess að
])að stafi af samningi (t. d. hefur brotið eða skemt eitt-
hvað) eða baki hún sjer gjöld fyrir hegningarvert at-
hœfi (t.d. ef hún hefur kveikt í húsi og valdið eldsvoða),
má ganga að fjelagsbúinu til greiðslu nefndra gjalda,
en bóndi hefur rjett til að fá þau endurgoldin af sjer-
eign konu sinnar, atvinnuarði hennar (sbr. 26. gr.), eða
af hluta hennar af fjelagsbúinu ])egar ])ví verður skift.1
Ef ekki yrði gengið að fjelagsbúinu til fullnustu á skaða-
bótakröfum þeim, er gift kona bakar sjer, hefði skaða-
bótaskylda hennar enga þýðingu ef hún enga sjereign
œtti; |>að verður ]>ví að skylda manninn til að greiða
skaðabæturnar af fjelagsbúinu, en þar sem honum jafn-
framt er veittur j-jettur til að heimta endurgjald af hluta
konu sinnai', er honum enginn órjettur gjörður. Sam-
kvæmt 16. greiu laganna hefur konan hinn sama rjetl
til endurgjalds af sjereign bónda si'ns eða hluta hans af
fjelagsbúinu, ef hann hefur hakað fjelagsbúinu þess hátt-
ar gjöld, er ræðir um í 13. gr. 2. kafla.
Hafi skuldir, er hvíla á öðru hvoru hjóna ])á er
þau giftast, verið greiddar af fjelagsbúinu eða sjereign
hins hjóna, má krefjast endurgjalds af sjereign þess, er
, í hlut á, eða ef þörf gerist af hluta þess úr fjelagsbúinu
])á er skifti fara fram (23. grein).
1) 13. gr., 2. kuíli.