Andvari - 01.01.1904, Síða 136
130
inála, ef arfleifandi eða gefandi bafa kveðið svo á nni,
og er ]iað vitaskuld, að hjónin geta ])á ekki, ]>ótt sam-
niála sjeu, riflað ákvæðum gefanda eða arfleifanda í
þessa átt (18. gr.).
Auk þessa er allt það sjereign, sem ákveðið er lög-
lega í kaupmála að svo skuli vera (19. gr.) Með
kaupmála mega hjón skipa fjármálum sínum á hvern
lögmætan hátt, er þeini sýnist; þó má eigi ákveða í
kaupmála eða á annan hátt, að allar eigur annars hjóna,
er það á eða eignast kann, skuli vera sjereign hins, eða
að sjereign annars þeirra skuli vera í umráðum hins
eins, eða að afraskturinn af sjálfstæðri atvinnu annars
þeirra skuli vera sjereikn, hins eða nndir umráðum
þess eins (4. gr.) Ástæðan til ákvarðana þessara er
auðvitað sú að girða fyrir það, að annað hjóna, sjer-
staklega konan, ofurselji sig manninum og afsali sjer
öllum sjerráðum sínum í hendur hans. Hjón geta eigi
heldur með kaupmála þegið sig undan skyldum sínum
til að taka þátt i útgjöldum til heimilisþarfa eða til við-
urværis og uppeldis barnanna; ef fjelagsbúið reynist ó-
nógt, er hvert lrjóna af sinni hálfu skylt lil að leggja
fram fje lil gjalda þessara af sjereign sinni, meðan hún
vinnst lil (22. gr.); eigi getur bóndi heldur með kaup-
mála ]»egið sigundan skyldu sinni til að leita samþykkis
konu sinnar til ýmsra ráðstafana samkvæmt 11. gr.
laganna (sjá hjer að framan).
Þar eð kaupmáli er svo þýðingannikill samningur,
verður að gjöra nokkrar formkröfur lil þess, að hann
geti talizt gildur. Ef annað hjóna eða hjónaefna er
hálfmyndugt, þarf vitanlega sam])ykki tilsjónarmanns
þess; sje það ómyndugt eða svift fjárforráðum, skal
samþykki fjárráðamanns, auk samþykkis þess
sjálfs, koma til (2. gr.).— Sje kaupmáli gjörður áður
en giftingin fer fram, útheimtist aðeins, að kaupmálinn