Andvari - 01.01.1904, Síða 137
131
sje skriflegur og undirritaður af hjónaefnunum (1. gr.).
Eigi ]mrf að gjöra kaupmálann í viðurvist nótariusar,
og jafnvel enga vitundarvotta ])arf að hafa viðstadda,
en það er vitaskuld að slíkt er sjálfsagt til þess að geta
fœrt sönnur fyrir gildi kaupmálans, ef annað hjóna skyldi
vilja ganga frá undirskrift sinni, og hyggilegast er anð-
vitað að hafa nótarius viðstaddan, því að skyldi nokkur
vilja neila gildi kaupmálans mörgum árum síðar, er
annað hjóna er fallið frá, brestur sönnur fyrir gildi hans,
el’ ekki er hægt að leiða báða vitundarvottana sem vitni
og eiðfesta ])á. Lögin liafa lvjer engar formkröfur gert,
en sett málsaðilum í sjálfsvald, hverjar sannanir þeir
vilji tryggja sjer.
Sje kaupmáli aftur á móti gjörður eftir giftinguna,
þarf þar að auki að fá konunglega staðfestingu á kaup-
málann, tilþess að hann verði skuldbindandi fyrir hjón-
in sjálf og erfingja þeirra. Er ástæðan til þessa sú, að
hætt væri við að annað hjóna, einkum maðurinn, vildi
þvinga Iiitt tií þess að gjöra kaupmála, er kæmi í bága
við hagsmuni þess en væri hinu í vil, t. a. m. ef kon-
an með kaupmála gæfi manni sínum sjereign sína.
Ennfremur gæti kaupmálinn riðið í bága við hagsmuni
skuldheimtumanna, þannig ef maðurinn t. a. m. ljeti
eigur sínar af hendi við konu sína og gerði þær sjer-
eign hennar til þess að koma í veg fyrir að skuldheimtu-
menn hans tækju þær frá honum. Að hvorutveggju
])essu verður að gæla þegar staðfesting er veilt á kaup-
málann. Sainkvæmt heimild á fjárlögum hinna síðustu
ára er konungleg staðfesting á kaupmála veitt ókeypis
og ætti það mjög að stuðla að því, að kaupmálar nú
færu að tíðkast meir en hingað til.
Til þess að kaupmálinn sje gildur gagnvart öðrum
mönnum, þarf ennfremur að þinglýsa honum, hvort sem
kaupmálinn er gjörður á undan eða eftir giftingu. Er
9*