Andvari - 01.01.1904, Side 140
134
fremst leitaS eftir borgun hjá þvi hjónanna, seni er
skuldunauturinn; og hafi jtaö reynzt árangurslaust, geta
jteir krafizt borgunar hjá hinu hjónanna i fjármunum
])eim, sem ])að hefur fengið til sjereignar með kaupmál-
anum, nema ]>að sannist, að skuldunautur sjálfur hafi
átt nægilegt fje fyrir öllum skuldum sínum á þeim tíma, er
kaupmálinn gekk í gildi gagnvart skuldheimtumönnum.1
Þetta verður skuldunaulur sjálfur að sanna.
Hvort hjóna hefur umráð yfir sjereign siuni, nema
hún sje með lmupmála eða öðru lögmætu ákvæði fengin
i liendur sjerstökum fjárráðamönnum, og má i kaup-
málanum ákveða, að konan megi eigi, þótt fullveðja sje,
ráða yfir sjereign sinni nema með samþykki bónda síns
eða tilsjónarmanns (20. gr.). Það þarf ])ví eigi eins og
endrarnær af hálfu hins opinhera að skipa henni fjár-
ráðamann; einfalt ákvæði í kaupmálanum er nægilegt,
og er þetta því undantekning frá hinni almennu reglu,
að enginn getur gjört sjálfan sig ómyndugan með samn-
ingi eða á annan hátt án þess að yfirvaldsúrskurður
eða aðrar ráðstafanir af hálfu hins opinbera komi til;
en þetta þótti hentugast og óbrotnast í þessu atriði.
Þegar fjelagsbú er með hjónum, hefur konan litla
sem enga ánægju eða gagn af því, að hún samkvæmt
lögunum hefur fengið myndugleika, úr ]>ví að hún fær
engin umráð yfir búinu, þar sem þau eru nær öll í
höndum mannsins. Aftur á móti hefur myndugleikinn
mikla þýðingu fyrir liana ef hún á sjereign, því að þá
getur hún sem fullveðja ráðið yfir sjereigninni og farið
með hana svo sem henni líkar.
Þó eru umráðum hjóna yfir sjereign þeirra ein tak-
mörk sett. Samkvæmt 24. gr. laganna eru gjafir milli
hjóna í hjúskap þeirra ]>ví aðeins gildar, að um þær
1) 5., gi’y 2. ktilli.