Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 142
136
bindur ]íað; þar á móti geta skuldheimlumenn konunn-
ar aðeins gengið að sjereign hennar, en eigi að fjelags-
búinu, ])ví að hún hefur engin umráð yfir þvi og getur
])ví eigi skuldbundið ])að. Það er vitaskuld að eigi verð-
ur gengið að sjereign konunnar fyrir skuldum manns-
ins og eigi heldur að sjereign mannsins fyrir skuldum
konunnar; ])ó má samkvæmt 12. gr. laganna ganga
bæði að sjereign mannsins og fjelagsbúinu fyrir þeim
skuldum, er konan hefur gengizt undir eða bakað sjer
áður en hún giftist, nema annað sje áskilið í kaup-
mála, er ]iau hafa gjört fyrir hjúskap sinn og látið þing-
lýsa. Hafi skuldir þær, er hvíla á öðru hvoru lrjóna
þá er þau giftast, verið greiddar af fjelagsbúinu eða
sjereign hins hjóna, má krefjast endurgjalds af sjereign
þess er í hlut á, eða ef þörf gerist af hluta ])ess úr
fjelagsbúinu, þá er skifti fara fram (23. grein). —
Jafnvel þótt fullkomið fjelagsbú hafi verið með hjón-
um, getur þó konan, ef sjerstök atvik eru fyrir hendi,
heimtað fjárfjelaginu slitið og sjereign komið á. Um
þetta ræðir 5. þáttur laganna, 27.—31. gr. Áður en
lögin 12. jan. 1900 öðluðust gildi, hafði konan eigi önn-
ur ráð til að koma í veg fyrir að maðurinn sóaði eig-
um fjelagshúsins en að heimta .skilnað og þar með
skiftingu á fjelagsbúinu, nema svo úr hófi keyrði, að
hægt væri að fá manninn sviftan fjárforráðum; en að
fá hjónaskilnað, jafnvel eingöngu að horði og sæng, er
örðugt nema samþykki beggja komi lil eða einhver þau
atvik sjeu sönnuð, er gjöri samhúð óþolandi, t. d. mis-
þyrming eða ofdrykkja, en eyðslusemi og sóun á eigum
fjelagsbúsins er ekki venja að taka sem næga ástæðu.
Hjer þurfti því að ráða hót á og heimila konunni fjár-
skilnað, án þess að hún þyrfti að neyðast til að heimta
hjónaskilnað og án þess að skilyrðin fyrir hjónaskilnaði