Andvari - 01.01.1904, Síða 145
139
þetta allt verið sjereign konu hans, en hann sjálfur
kannske eignalaus. Og menn hirða lítt um, hvortþeim
beri að borga einhverja skuld, það er eingöngu litið á
bvort þeir geti sloppið við það, þar eð ekkert verði
unt að taka frá þeim með fjárnámi. Þannig má mis-
brúka kau]>mála eins og svo margt annað, oft án þess
að unt sje að íletta ofan af því.
Hyggilegast er, að kaupmáli hafi inni að halda ná-
kvæma upptalningn á öllum þeim mnnum, sem eiga að
vera í sjereigu, því að sameignarbú og helmingafjelag
með hjónum er skoðað sem reglan,1 en sjereign undan-
tekning, og verður því sá, sem uppástendur að einhver
hlutar sje í sjereign, að færa sönnur á það, þegar
spurning verður um það við fógetagjörðir eða gjaldþrota-
skifti, og er þá til mikils ljettis við þá sönnun að lmfa
greinilega skrá yfir alla þá hluti, sem sjereignin nær
yíir. Lögin setja engar reglur hjerum,2 en leggja hverj-
um einum i sjálfs vald, hvaða sannanir liann vill
L'yggja sjer:
Kaupinannaliöfn, í marzmánuði 1903.
1) Sjá l.gr. laganna („bið venjulega helmingatjelag lij óna“),
sbr. ennfremur tilskipun 25. seplbr. 1850, 3. og 10. gr.
2) Sjá par á móti hin norsku lög29. júnl 1888, 22. gr., par
sem heimtuð er skrá yfir lausafje pað, sem í sjereigu á að vera,
og skal skráin gerð af hjónunum og undirrituð í votta viðurvist.