Andvari - 01.01.1904, Page 146
0vinir æðarfuglsins/
Eptir
Guðm. G. Bárðarson.
Óvini æðarfuglsins nefni ég alt ]>að, er gerir lion-
um tjón og hindrar fjölgun hans og útbreiðslu. Ætla
ég hér að nefna |)á, er mest kveður að.
Hafísinn er hér norðanlands meðalskæðustu óvina
æðarfuglsins. Bæði fellur mikið af fugli í ísárum, og
sá fugl sem eptir lifir gengur illa fram, sökum liarð-
réttis. Leiðir |>að til jtess að fuglinn verpur ver og
gefur af sér minui dún; og mjög líklegt er að sumt af
fuglinum verpi als ekki fyrir vesaldóms sakir.
Þótt ísinn geti verið svona aðgangsharður, ])á er
eigi svo að skilja að liann ávalt geri slikan skaða, ]>eg-
ar hann rekur að landinu. I flestum árum gerir hann
fuglinum lítinn skaða, og sum árin nálega engan; fer
það mest eptir ])ví hvernig ískomunni hagar, hvert
tiðarfar fylgir ísnum og hve lengi hann liggur. — Fugl-
inn er harðger og þolir vel hungur og kulda; sakar
hann ]>ví ekki, þótt lítilsháttar kon)i af ís og hann liggi
skamma hríð. Þegar ísinn kemur snögglega i stórum
1) Eg heyri menn stundum láta undrun sína í ljósi yfir
því, hvað œðarfuglinum fjfilg h'tið, þrútt fyrir vernd þú og
friðun, sem hunn hefur notið siðustu áratugi. Þegar menn hufu
lesið línur þær, sem eptir furu, vænli eg uð undrun þeirru minki.