Andvari - 01.01.1904, Side 147
Í41
spildum, og króar fuglinn á fjörSum og víkum inn i
landinu, og síðan verða Iiafþök með frosti og snjóum,
þá er fuglinum hœttast. Þá dvelur hann á vökunum
lil hins ýtrasta. Þegar hungrið er tekið að sverfa fast
að, og fuglinn tekur sig upp til að leita að auðum sjó,
])á eru opt kraptarnir teknir að þverra, svo magri fugl-
inn gefst upp og lætur lífið.
Þannig fór það hér á Húnaílóa árið 1902, féll þá
allmikið af fugli, en sumur fuglinn llýði brott hér úr
innanverðum flóanum. Og hafa menn það fyrir satt, að
hann hafi farið suður yfir fjöll til Breiðafjarðar, og
nokkuð nnm hafa leitað héðan úr flóanum utanverðum
til Isafjarðardjúps. Má geta nærri að slikar farir eru
ekki fyrir horaða og vesæla fugla. Sem betur fer konm
slík ísár ekki opt sem 1902, ])ví þá lá ísinn hér hreyf-
ingarlaus um þriðjung ársins og fylti hvern fjörð og
hverja vík. Enda varð þá dúntekja við innanverðan
flóann aðeins fjórði eða þriðji hluti við það, sem hún var
árið á undan. En árið eptir náði hún sér svo, að víð-
ast mun aðeins hafa vantað íjórða hluta til þess að
hún væri alveg búin að ná sér aptur. Sýnir það að
eigi hefur svo mikið fallið af fuglinum, sem við hefði mátt
búast í slfku harðæri.
Tóan (refurinn) er mjög skæður óvinur æðarfugls-
ins. Hún drepur mjög ungana að sumrinu, og drjúgt
af rosknum fugli að vetrinum, einkum ]>egar ísalög eru.
Mest kveður þó að skaðsemi hennar, ])egar hún kemst
í varplöndin um varptímann. Gengur hún að jafnaði
svo frá, ef hún má ein ráða, að þar sést ekki egg eða
fugl éptir, og það er gamalt mál, að þar verpi ekki
fugl í 20 ár á eptir.
Meðal fuglanna á æðarfuglinn marga óvini, hal'a
þeir einu nafni verið nefndir flugvargar.
Svartbakurinn (veiðibjallan) er þeirra skæðastur.