Andvari - 01.01.1904, Síða 148
14-2
Hann drepur œðarungana hrönnum saman á sumrin og
heggur þannig stórt skarð í viðkomuna. Honum vex
heldur ekki í augum að leggjast á roskna fuglinn; þegar
þröngt er um æti, banar hann honum drjúgum sér
til bráðar.
Hrafninn er og allskæður. Iíann er mesti eggja-
vinur. Á vorin fer hann marga ferðina í varplöndin til
að næla sér egg. Hann er furðu drjúgur við þann
starfa, þegar færi gefst. Lætur liann sér ekki nægja
saðning sín, heldur ílytur hann burt það, sem hann fær
með komist, og fer margar ferðir i senn, og felur svo þau
egg út um hagann, sem hann ekki getur torgað. Er
eigi lítill hnekkir að þessu, einkuin á litlum varplöndum
og nýverpi.
Kjóinn gerir mikinn skaða í sumum héruðum.
Heggur lmnn gat á eggin í hreiðrinu og drekkur úr
þeim. Onýtist þá alt hreiðrið, því æðurin legst ekki á
þau egg, sem eptir kunna að vera heil í hreiðrinu.
Er kjóinn því með vestu vörgum, þar sem hann legst að.
Örnin drepur mikið af æðarfugli; mun hann vera
aðalfæða hennar, enda hræðist fuglinn engan varg
frekar en hana. Af þessum ótta fuglsins stalar ekki
minst tjón. Þegar örnin kemur í varpland um varp-
tímann, lítur út sem æðarfuglinn sé af göílum genginn.
Hann flýgur burt í dauðans ofboði, sinn í hverja áttina,
og hirðir eigi neilt um egg eða unga. Er hann seinn
á sér að vitja hreiðranna aptur. Getur þetta valdið
stórskemdum á varpinu, ef stórrigningar eða ill veðr-
átta fylgir.
Fálkinn drepur meðal annars allmikið af æðarfugli,
gerir hann á sumum stöðum einnig mikið tjón með því
að leggjast á fuglinn í varplöndunum.
Máfurinn, einkum grámáfurinn, gerir á sumum