Andvari - 01.01.1904, Side 151
145
ánuginn, svo litill verður árangurinn, þótt mikíu sé tií-
kostað árlega.
Verður sam]»ykktavald héraðannaekki affarasælla hér,
heldur enn i fiskiveiðamálum og ýmsum fleiri niálum.
Til þess að refaeyðingunum verði nokkuð ágengt,
þarf alþingi að skerast í leikinn og búa svo um hnút-
ana að meiri samkvæmni, festa og framkvæmdir verði i
þessum aðgerðum um land alt. Ef sama lagi verður
hal<liö og hingað til, verður refunum aldrei eytt. En
]>að ætti ])ó að vera mögulegt að gjöreyða þeim hér á
landi, ef röggsamlega væri að gengið.
Flugvargarnir leika enn þá lausum hala, og lítið
sem ekkert er gert til að eyða þeim. Um eitt skipti
var félag stofnað til framkvæmda í æðarvarpsrækt.
Náði það yfir Breiðafjörð og Húnaflóa. Starfaði það
mest á árunum frá 1884—90. Félag þetta lagði mest
kapp á að eyða flugvörgum. Það kom ])ví til leiðar, að
fé var fengið að láni úr viðlagasjóði handa Dalasýslu og
Strandasýslu, til eyðingar þeim. Var síðan um nokkur
ár lagt drjúgum fé til höfuðs þeirra. Þetta leiddi til
þess, að menn kepptust til að veiða þá á félagssvæðinu,
til að vinna vei'ðlaunaféð. Sáust þá glögg fæðarmerki
á sumum þeirra. Ernir fækkuðu svo að enn i dag er
mikið minna um þá en áður var, og þeir sjást varla
hér við innanverðau Húnatlóa, þar sem þeir þó voru
tíðir. Svartbökum fækkaði einnig mikið, en nú er þeim
þegar farið að fjölga mjög aptur. Talsvert fækkaði og
öðrum vörgum. Leit því vel út með starf félagsins, en
þá lézt sá maður, sem var lífið og sálin í félagsskap
Jiessum, herra P. Fr. Eggerz, og þá voru dagar félags-
ins taldir, það lognaðist út af og máli þessu hefur ekki
verið hreyft siðan.
Félagsskapur þessi var sporírétta átt. Hefði hann
staðið iengur, þá hefði betur komið í ljós nytsemi hans.
10