Andvari - 01.01.1904, Page 153
Í4?
fyrir egg þessara iiigla, svo menn leggðu kapp á að
eyða þeim.
En hvaðan á verðlaunaféð að koma? Eg svara
hiklaust, það á að koma úr landssjóði. Fyrst er nú það
að flestir þessara fugla eru meira og minna skaðlegir
landsmönnum á margan liátl annan. Enn fremur fær
landssjóður miklar tekjur af af ceðarvarpinu áiiega í á-
búðarskattinum, þar sem eigi alllílið af jarðarhundruðum
landsins einmitt liggja í æðarvarpi. Var eigi ósann-
gjarnt að landssjóður léti eitthvað á móti koma varpinu
til styrktar. Féð, sem lil þessara verðlauna færi, myndi
eigi verða svo ýkja mikið árlega. Ætla eg að eigi
myndi árlega þurfa nema 2—3000 krónur fyrstu árin
meðan mest væri drepið. Byggi eg ]>að á skýrslum frá
vargeyðingaárunum hér i sýslu. Þegar frá liði ætti þetta
gjald að fara minkandi. Sæu menn landssjóði ekki
fært að bæta á sig þessum lítilfjörlegu útgjöldum, væri
vel tilvinnandi fyrir varpmenniria, að fárra aura skattur
væri lagður á hvert dúnpund til að vinna upp nokkuð
af kostnaðinum. Myndi heppilegast að sá skattur yrði
tekinn sem útflutningsgjald af dúninum.
Mál þetta er nauðsynjamál, sem næsta þing þarf
að taka til meðíerðar og eigi skilja fyr við, en það er
komið í gott horf.
Að því er snertir æðarfugladrápið, ]»á hefur ]»að
verið bannað mcð lögunt og þungar sektir viölagðar. Hefur
orðið mikill árangur al' jivi. En þó launveiðar tiðkist
enn mjög sumstaðar, þá er örðugt að ráða bót á því.
Ráðið er að korna hiklausl upp um veiðimennina ef
hægt er, og beita lögunum vægðarlaust. En þó er
mest unt vert, að almenningi innrætist sem bezt nytsemi
fuglsins fyrir land og lýð. Þá er helzt þess að vænta
að menn kynoki sér við að gera honum tjón. Og þá
10*