Andvari - 01.01.1904, Síða 154
má vera að menn hiki síSur við að fletta ofan af þeím,
er staðnir eru að æðardrápi.
Eg hefi nú farið fám orðum uni þá óvini æðar-
fuglsins, sem alment eru viðurkenndir óvinir hans, og
hirði eigi að sinni að fara frekar út í það mál.
Nú á eg eptir að benda mönnum á einn óvin æð-
arfuglsins, eða réttara sagt hóp af óvinum, sem árlega
gera æðarræktinni mikið tjón; ef til vill meira tjón en
nokkur einn þeirra, sem áður eru taldir. Það er því
fremur ástæða til að fjölyrða um óvini þessa fyrir j)á
sök, að skaðsemi þeirra er ekki alment viðurkend og sér í
lagi sökum þess, að það leikur í hendi varpmanna
sjálfra að reisa skorður við skaðsemi þeirra, án aðstoð-
ar þingsins og lögreglunnar.
Ovinir þeir, sem eg hér á við, eru einmitt varp-
bændurnir sjálfir.
Eg veit ])að vel, að j)eim sjálfum er hlýtt til æðar-
fuglsins og vilja að hann fjölgi sem mest. En i hugs-
unarleysi og kæruleysi setjast þeir á bekk með hinum
skæðustu óvinum fuglsins, og eru honum ])eim mun ó-
þarfari, sem þeir standa iiðrum betur að vígi til að
vinna honum skaða.
Varpmennirnir vinna honum einkum skaða á þrenn-
an hátt:
1) þeir taka mjög egg frá fuglinum,
2) þeir svifta hann dúninum áður en fuglinn getur
án hans verið,
3) þeir gera fuglinum alt of mikið ónæði um varp-
timann, með óþarfa ferðum í varplöndin um útleiðslu-
tímann.
Af ])essu þrennu er eggjatakan skaðlegust. Eins
og kurmugt er á fjölgun fuglsins rót sína að rekja lil
eggjanna. Því færri sem eggin eru, þeim mun færra