Andvari - 01.01.1904, Side 157
161
Væri svo langt komið, myndi þess ekki langt að bíða,
að æðarfuglinn væri hér úr sögunni eins og geirfuglinn.
Þessi dæmi sanna ekki skoðun þessara manna. Þeir
geta eigi bent á neitt, er mæli á móti því, að fjölgunin
hefði orðið meiri, ef eggin hefðu verið friðuð.
Það munu flestir verða að játa, að hin mikla eggja-
taka, sem átti sér stað í gamla daga, hafi gert skaða.
Þegar menn létu greipar sópa um varplöndin, og skildu
eptir 2 og mest 3 egg i hreiðri eins og víða var siður.
En margirmunu tregir á að trúaþví, að þaö geri skaða
að taka 1 og mest 2 egg úr hreiðri. „Slíkt eru smá-
munir“ segja menn.
Eg er þess fullviss, að nokkuð hefur hreyzt til
hatnaðar með þetta á síðustu áratugum. En víða er
pottur hrotinn enn í dag. Egg eru enn þá tekin meira
og minna um alt land, og sumstaðar svo óspart, að
vart mun meira hafa kveðið að áður. Mun yfirleitt
mega gera ráð fyrir, að tekin séu 2 egg úr hverju
hreiðri að meðaltali á öllu landinu.
Eg hefi heyrt varpmenn hæla sér af því, að þeir
ekki tækju nema 1 og mest 2 egg úr hreiðri. Það
virðist ef til vill ekki mikið ef fljótt er álitið. Og ekki
er ]>að mikill fjöldi í litlu varplandi. En sé þetta leik-
ið í hverju einasta varplandi á öllu landinu, þá verður
annað upp á teningnum. Þá verður ]>etta ekki svo lít-
ilfjörlegt. Margt smátt gerir eilt stórt. Skal eg nú
leitast við að skýra þetta betur.
Eg hefi fyrir mér skýrslu um dúntekju og fugla-
tekju á öllu Iandinu árið 1900. Er dúnninn það árið
talinn 7403 pd. Samkvæmt reynslu má gera ráð fyrir
því, að 1 pd. af hreinsuðum dún, fáist úr 30 hreiðrum.
Verða þá hreiðrin á öllu landinu eptir þeim reikningi
223,890. Sé nú tekið 1 egg að meðaltali úr hreiðri
hverju, þá verða ]iað fleiri egg en allur svartfugl, súla,