Andvari - 01.01.1904, Síða 158
152
rita og fýll, er veidd hafa verið á landinu það ár, eða
álíka mikið og öll lundatekju landsins það árið. Ef tekin
eru 2 egg úr hreiðri, nemur það hið umrædda ár full-
um 447,780 eggjum á öllu landinu, eða langt að hálfri
millíón. Nemur það meiru en allri fuglatekju landsins
til samans það ár.
Þetta íhuga varpmennirnir naumast þegar þeir
eru að hirða varplönd sín á vorin og fylgja þess-
ari gömlu venju sinni að taka, þó ekki sé nema 1, og
mest 2 egg úr hreiðri. Og þetta renna þeir naumast
grun í þegar þeir eru að fárast um hve mikið sé drep-
ið af æðarfugli með skotum og öðrum veiðibrellum, af
ólöghlýðnum mönnum. Slíkt niunu }>ó smámunir einir
i samanburði við það, er þeir sjálfir eyðileggja af æðar-
fugli með þessu móti.
Þó er það undraverðast, ef satt er, bve sumir varp-
menn eru orðnir gjöfulir síðan lög þau komu út (lög
frá 22. marz 1890), er banna að selja æðaregg. Það
fara sögur af því, að surnir flvtji jafnvel heila bátsfarma
úr varplöndum sínum, til að gefa(!) kunningjum sínum.
Sýnir það best hve litils sumir varpbændurnir virða þá
litlu viðleitni, sem löggjafarnir hafa sýnt til aðstoðar
þessari grein þeirra. En vonandi er að menn
fari að sjá hvílík fásinna slíkt er, og bve mikið þeir
sjtilla fyrir sjálfum sér með þessu athæfi.
Þá ætla eg aptur að snúa mér að dúntekjunni.
Það mun siður um alt land að taka meira og minna
af dúninum frá fuglinum, löngu áður en útleiðslan er
á enda. Sumir gera það af þeirri ástæðu, að þeir
ætla sem að æðurin þá reiti af sér dún til viðbótar,
hann ekki mundi annars gera. En þelta er einbeer
misskilningur. Dúnninn losnar sjálfkrafa af fuglin-
um þegar hann fer að verpa og gefur sig út á
milli fiðursins, Fuglinn strýkur hann þá af sér með