Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 73

Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 73
LAUGARDAGUR 19. september 2009 45 Í nýjasta hefti tímaritsins Life & Style er greint frá því að Lindsay Lohan sé furðu dugleg að bjóða yngri systur sinni með sér út á lífið. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að systir Lindsay, fyrirsætan Ali Lohan, er aðeins fimmtán ára gömul. Systurnar eyða miklum tíma í félagsskap hvor annarrar og nú er það orðið svo að Lindsay er farin að bjóða Ali með sér á skemmtistaði í Los Angeles. „Lindsay virtist ekki vera að passa mikið upp á Ali. Hún kom fram við hana eins og hún væri ein af vinkonum hennar. Þær reyktu eins og strompar og döns- uðu langt fram eftir,“ var haft eftir gesti skemmtistaðarins Crown Bar í Los Angeles. Þegar faðir stúlknanna var spurður út í þetta svaraði hann því að hann væri ánægður með það að syst- urnar væru svo nánar. Lohan slæm fyrirmynd Sænski plötusnúðurinn Kleer- up spilar á tónleikaröðinni Rétt- um sem verður haldin í Reykja- vík 23. til 26. september. Kleerup er rísandi stjarna í heimalandi sínu og jafnframt þekktur fyrir kynni sín af fjölda fyrirsæta og fegurðardísa. Núna á hann von á barni með sænska plötusnúðn- um Sonju Berggren. Lag hans With Every Heartbeat sem var sungið af Robyn komst í toppsæti breska vinsældalistans. Hann hefur einnig unnið með Cyndi Lauper og Lykke Li á ferli sínum. Kleerup er einnig þekktur sem meðlimur hljómsveitarinnar The Meat Boys. Glaumgosi í Réttum KLEERUP Sænski plötusnúðurinn spilar á tónleikaröðinni Réttum sem hefst á næstunni. SYSTUR Lindsay og Ali Lohan djamma saman. NORDICPHOTOS/GETTY Á heimasíðu Bjarkar Guðmunds- dóttur var nýverið tekið upp á þeirri nýbreytni að sýna nýtt myndband með annarri tónlistar- konu. Sú er Lundúnamærin Mica Levi sem kallar sig Micachu og hefur verið að gera það gott með hljómsveit sinni, The Shapes, og plötunni Jewellery sem kom út í mars. Björk hefur þegar farið fögrum orðum um Micachu í fjöl- miðlum. Hún hefur meðal annars sagt að hún fíli það hvernig Mic a- chu nálgast hlutina með „gerðu það sjálf“-viðhorfi pönksins. Micachu & The Shapes er ein þeirra erlendu sveita sem leika á Iceland Airwaves í október. Á Bjarkarsíðunni er ýjað að því að umfjöllunin tengist þeirri heim- sókn. Má kannski búast við sam- starfi Bjarkar og Micachu? Af Björk er það annars að frétta að hún vinnur nú að nýrri plötu, meðal annars úti í Púertó Ríkó. Alls óljóst er hvenær þessi plata kemur í plötubúðirnar. - drg Björk fílar Micachu KOMA Á AIRWAVES Micachu & The Shapes. Níunda plata sænsku eitís-rokkaranna í Europe, Last Look at Eden, kemur út á mánudaginn. Europe sló í gegn með laginu The Final Count- down árið 1986 en hætti störfum 1992 eftir tíu ára sigurgöngu og tuttugu milljóna plötusölu. Hún sneri síðan aftur á sjónarsviðið fyrir sex árum, enn með söngvarann Joey Tempest í farar- broddi. Hann er orðinn 46 ára og býr í Lond- on með breskri eiginkonu sinni og ungum syni. „Við höfum gengið í gegnum ýmislegt. Okkur dreymdi frá upphafi um að spila rokk og ról úti um allan heim og núna erum við enn þá að gera það,“ sagði Tempest í viðtali við BBC. „Við erum svipaðir náung- ar og þegar við vorum unglingar. Það er frábær tilfinning.“ Hann segist ekkert skammast sín fyrir hártísk- una á níunda áratugnum. „Við vorum mjög ungir og vorum eitt stærsta bandið á MTV. Eiginlega langaði mig bara að líta út eins og Robert Plant.“ Tempest samdi píanóstefið við The Final Countdown þegar hann var í menntaskóla. Hann fékk lánað hljómborð hjá eina strákn- um í skólanum sem átti slíkt hljóðfæri og fór með það heim. „Ég prófaði nokkra hljóma og samdi síðan þetta stef. Mér fannst það mjög sérstakt og geymdi það í skúffunni minni, allt þar til við gáfum út þriðju plötuna okkar mörgum árum seinna,“ sagði hann. Viðtökurnar voru rosalegar og lagið er vafalítið eitt það vinsælasta sem kom út á níunda áratugn- um. Europe með sína níundu plötu JOEY TEMPEST Sænsku rokkararnir í Europe eru mættir aftur með sína níundu plötu í farteskinu. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.