Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 73
LAUGARDAGUR 19. september 2009 45 Í nýjasta hefti tímaritsins Life & Style er greint frá því að Lindsay Lohan sé furðu dugleg að bjóða yngri systur sinni með sér út á lífið. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að systir Lindsay, fyrirsætan Ali Lohan, er aðeins fimmtán ára gömul. Systurnar eyða miklum tíma í félagsskap hvor annarrar og nú er það orðið svo að Lindsay er farin að bjóða Ali með sér á skemmtistaði í Los Angeles. „Lindsay virtist ekki vera að passa mikið upp á Ali. Hún kom fram við hana eins og hún væri ein af vinkonum hennar. Þær reyktu eins og strompar og döns- uðu langt fram eftir,“ var haft eftir gesti skemmtistaðarins Crown Bar í Los Angeles. Þegar faðir stúlknanna var spurður út í þetta svaraði hann því að hann væri ánægður með það að syst- urnar væru svo nánar. Lohan slæm fyrirmynd Sænski plötusnúðurinn Kleer- up spilar á tónleikaröðinni Rétt- um sem verður haldin í Reykja- vík 23. til 26. september. Kleerup er rísandi stjarna í heimalandi sínu og jafnframt þekktur fyrir kynni sín af fjölda fyrirsæta og fegurðardísa. Núna á hann von á barni með sænska plötusnúðn- um Sonju Berggren. Lag hans With Every Heartbeat sem var sungið af Robyn komst í toppsæti breska vinsældalistans. Hann hefur einnig unnið með Cyndi Lauper og Lykke Li á ferli sínum. Kleerup er einnig þekktur sem meðlimur hljómsveitarinnar The Meat Boys. Glaumgosi í Réttum KLEERUP Sænski plötusnúðurinn spilar á tónleikaröðinni Réttum sem hefst á næstunni. SYSTUR Lindsay og Ali Lohan djamma saman. NORDICPHOTOS/GETTY Á heimasíðu Bjarkar Guðmunds- dóttur var nýverið tekið upp á þeirri nýbreytni að sýna nýtt myndband með annarri tónlistar- konu. Sú er Lundúnamærin Mica Levi sem kallar sig Micachu og hefur verið að gera það gott með hljómsveit sinni, The Shapes, og plötunni Jewellery sem kom út í mars. Björk hefur þegar farið fögrum orðum um Micachu í fjöl- miðlum. Hún hefur meðal annars sagt að hún fíli það hvernig Mic a- chu nálgast hlutina með „gerðu það sjálf“-viðhorfi pönksins. Micachu & The Shapes er ein þeirra erlendu sveita sem leika á Iceland Airwaves í október. Á Bjarkarsíðunni er ýjað að því að umfjöllunin tengist þeirri heim- sókn. Má kannski búast við sam- starfi Bjarkar og Micachu? Af Björk er það annars að frétta að hún vinnur nú að nýrri plötu, meðal annars úti í Púertó Ríkó. Alls óljóst er hvenær þessi plata kemur í plötubúðirnar. - drg Björk fílar Micachu KOMA Á AIRWAVES Micachu & The Shapes. Níunda plata sænsku eitís-rokkaranna í Europe, Last Look at Eden, kemur út á mánudaginn. Europe sló í gegn með laginu The Final Count- down árið 1986 en hætti störfum 1992 eftir tíu ára sigurgöngu og tuttugu milljóna plötusölu. Hún sneri síðan aftur á sjónarsviðið fyrir sex árum, enn með söngvarann Joey Tempest í farar- broddi. Hann er orðinn 46 ára og býr í Lond- on með breskri eiginkonu sinni og ungum syni. „Við höfum gengið í gegnum ýmislegt. Okkur dreymdi frá upphafi um að spila rokk og ról úti um allan heim og núna erum við enn þá að gera það,“ sagði Tempest í viðtali við BBC. „Við erum svipaðir náung- ar og þegar við vorum unglingar. Það er frábær tilfinning.“ Hann segist ekkert skammast sín fyrir hártísk- una á níunda áratugnum. „Við vorum mjög ungir og vorum eitt stærsta bandið á MTV. Eiginlega langaði mig bara að líta út eins og Robert Plant.“ Tempest samdi píanóstefið við The Final Countdown þegar hann var í menntaskóla. Hann fékk lánað hljómborð hjá eina strákn- um í skólanum sem átti slíkt hljóðfæri og fór með það heim. „Ég prófaði nokkra hljóma og samdi síðan þetta stef. Mér fannst það mjög sérstakt og geymdi það í skúffunni minni, allt þar til við gáfum út þriðju plötuna okkar mörgum árum seinna,“ sagði hann. Viðtökurnar voru rosalegar og lagið er vafalítið eitt það vinsælasta sem kom út á níunda áratugn- um. Europe með sína níundu plötu JOEY TEMPEST Sænsku rokkararnir í Europe eru mættir aftur með sína níundu plötu í farteskinu. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.