Stúdentablaðið - 01.12.1954, Síða 9
ÁVARP
Fyrsta desember 1918 varð Island fullvalda ríki. Rúman aldarfjórðung minntist
gjörvöll íslenzka Jrjóðin þann dag hinna myrku alda, sem að baki voru og strengdi
J?ess heit, að íáta ekki nýja Sturlungaöld verða íslenzku þjóðríki að falli.
Fyrir rúmum tíu árum varð sautjándi júní þjóðhátíðardagur vor Islendinga.
En fyrsti desember þokaði um set og Ijómi hans óskírðist. En þann dag vannst
stærsti og torsóttasti sigurinn í sjálfstæðisbaráttu vorri, og í dag ber þjóðinni að
minnast Jress, hve mikið hún varð á sig að leggja til J?ess að öðlast það frelsi, að
ráða málum sínum án íhlutunar framandi þjóða.
Meirihluti íslenzkra háskólastúdenta telur, að fyrsti desember hafi ekki lokið
hlutverki símt sem baráttudagur fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Þeirri baráttu lauk ekki
1944. Hún er ævarandi og landsmönnum ber að vera ávallt á verði gegn þeim öfl-
um, sem veitast að sjálfstæði hennar.
1 dag stafar sjálfstæði Islendinga hætta af dvöl hins bandaríska herliðs í land-
inu. Sú hætta beinist að menningu, tungu og atvinnulífi þjóðarinnar og fer sífellt
vaxandi. En engin nauðsyn er að hafa erlendan her í landinu, því að friðvænlegar
horfir nú í heiminum en nokkru sinni fyrr frá stríðslokum.
I dag lýsum vér því yfir eindreginni andstöðu við setu erlends herliðs í hind-
inu og krefjumst tafarlausrar ujrpsagnar híirverndarsamningsins frá árinu 1951.
Stúdentaráð Háskóla lslands.