Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Qupperneq 10

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Qupperneq 10
2 STÚDENTABLAÐ ALFREÐ GÍSLASON, lœknir: Island kallar Landið vort skal aldrei okað undir nýjan hlekk. Ein. Ben. I. Þjóðernistilfinningin vaknaði snemma í brjóst- um íslendinga. Ber fjöldi sagna frá landnáms- og söguöld það með sér, að þeir hafi frá upp- hafi vega litið á sig sem sérstaka og sjálfstæða þjóð. Margt gerðist og til þess að efla sam- heldni og þjóðrækni á þessum tímum. Skal hér aðeins minnt á, að íslenzkir menn voru þá tíðir gestir í Noregi og máttu þar oft gjalda þjóð- ernis síns. Var heldur litið niður á mörland- ann, en sú lítilsvirðing beygði hann ekki í duft- ið, heldur örvaði til dáða og glæddi þjóðar- metnað hans. Úr sömu átt kom einnig annað, sem varð til þess að efla þjóðrækniskenndina, en það voru tilraunir Noregskonunga til að ná landinu undir sig. Allt frá miðri landnámsöld unnu þeira að því leynt og ljóst að ná hér fót- festu og völdum. Lengi báru þessar tilraunir ekki annan árangur en þann, að þrýsta Islend- ingum betur saman sem þjóð og styrkja sam- heldni þeirra. Ólafur konungur helgi neytti allra bragða til að ná yfirráðum á Islandi. Eitt sinn sendi liann trúnaðarmann hingað með þau boð, að hann óskaði að tengjast íslendingum nánari vináttu- böndum. Lagði hann til, að þeir gæfu honum Grímsey, og skyldi hann til endurgjalds veita þeim nokkur fríðindi í Noregi. Einar Þveræing- ur varð til þess að vara landa sína við þessu tilboði. I Grímsey mætti fæða her manns, sagði hann, og ef þar væri útlendur her, sem færi með langskipum, þá kynni svo að fara, að mörg- um íslenzkum bóndanum þætti verða þröngt fyrir dyrum. Farið var að ráðum Einars og boði Ólafs konungs hafnað. Þannig var í það sinn svarað tilmælum um erlenda herstöð á Is- landi. I meir en þrjár aldir tókst forfeðrum vorum með samheldni sinni að verjast ásókn Noregs- konunga. Þegar uppgjöfin kom, varð hún ekki vegna vaxandi sóknarþunga, heldur þverrandi varnargetu, og orsökin var sú feyra, sem komin var þá í þjóðfélagsbygginguna. A Sturlungaöld óx höfðingjaveldið úr hófi fram, og sem afleið- ing þess mögnuðust flokkadrættir og sundrung í landinu. Þetta veikti aðstöðuna út á við og þá einkum gagnvart Noregskonungi. Hann gerði íslenzkum höfðingjum kostaboð, og smám sam- an bitu þeir á agnið. Síðan tefldi hann þeim fram sínum hagsmunum til framdráttar. Hann deildi og drottnaði, og árið 1262 var oki kon- ungsvaldsins smeygt um háls íslenzku þjóðar- innar. Tiltölulega fáir leiðtogar einnar kynslóðar létu þannig af hendi dýrmætustu eign Islend- inga, sjálft þjóðfrelsið. Sú kynslóð hafði fengið eign í arf, og að sjálfsögðu bar henni skylda til að skila henni óbornum kynslóðum í hendur. Þeirri skyldu brást hún. Með einni samnings- gerð var frelsinu fargað, og það kostaði erfiða baráttu í nærri sjö hundruð ár að endurheimta það. II. Laugardaginn 17. júní 1944 öðlaðist ísland fullt frelsi á ný. Þann dag fagnaði þjóðin af heilum hug, og forvígismenn hennar fluttu fagr-

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.