Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 11
STUDENTABLAÐ 3 ar og hjartnæmar ræður. „í dag heitstrengir hin íslenzka þjóð að varðveita frelsi og heiður ættjarðarinnar með árvekni og dyggð“, sagði forseti sameinaðs Alþingis. Vitrum mönnum var það Ijóst, að sjálfstæðismálinu var ekki lokið, að sjálfstæðisbaráttan er ævarandi og að fremsta viðfangsefni vort verður framvegis það að varðveita fengið frelsi. Einn áratugur er liðinn frá stofnun lýðveldis- ins. Það er stuttur tími í sögu þjóðar, en við- burðir, sem henni reynast örlagaríkir, gerast þó oft á skemmri stund. Síðan árið 1944 hafa orðið atburðir, sem hljóta að vekja alla Islend- inga til umhugsunar um, hvort nægilega vel hafi verið staðið á verði um stjálfstæði landsins og hvort árvekni og hollusta hafi ætíð verið sem skyldi. Hættur þær, er steðjuðu að þjóðveldinu forna, eru oss nú sæmilega ljósar. Um þær er ekki deilt né heldur það, hvað varð því að lok- um að falli. Þar hefir sagan kveðið upp sinn dóm. Það er erfiðara að dæma um þá atburði, sem nýlega hafa gerzt eða eru að gerast. Afleið- ingar þeirra eru ekki til fulls komnar fram, og auk þess lykja enn um þá sterkar ástríður sam- tímamanna og torvelda yfirsýn. Reynsla liðinna kynslóða er lærdómsrík, og það er vert að hafa hana til hliðsjónar, þegar aðgætt er, hvar vér nú stöndum í sjálfstæðis- málinu. Þótt nákvæmar endurtekningar við- burða komi ekki fyrir í sögunni, má þó finna þar margar líkingar, og svo mun reynast, ef borinn er saman þjóðveldistíminn forni og fyrstu tíu ár lýðveldisins. A fyrstu áratugum Islands byggðar gerði Haraldur hárfagri klaufalega tilraun til að ná völdum á Islandi. Hún mistókst. Einu ári eftir stofnun hins íslenzka lýðveldis fara Bandarík- in opinskátt fram á að fá hér víðtæk landsrétt- indi. Þeirri beiðni var hafnað í það sinn. Ólafur helgi bað um Grímsey undir yfirskini vináttu og verndar, en íslendingar sáu við hon- um. Svipuð tilmæli koma aftur fram á vorum dögum og þá frá Atlantshafsbandalaginu. Nú er ekki hlýtt á varnaðarorð eins eða neins, heldur ginið við agninu. Síðan er hér útlendur her, sem fer með langskipum lofts og lagar. Höfðingjar Sturlungaaldar börðust fyrir völd- um sínum og leituðu fulltingis Noregskonungs. Valdamenn hins unga lýðveldis berjast einnig fyrir sínum yfirráðum í landinu og styðjast í þeirri baráttu við erlent gull, sem flutt er inn Ólafur Haukur Ólafsson, stud. med.: Hjartað Eins og hreykinn hamraklettur, hrnfóttur og hlettum settur, öðrum gróft til ögrunar, eldi hertur, æsku réttur, unir sér við ránarslettur, tinglings hjartað áður var. Um það léku lífsins veður, lotum storms og regna meður, Frost og hruni hiíttst þar. Hrausta limi glíma gleðúr. Þó gjalda allir þess, er skeður, einhvern tíma, alls staðar. Enga drætti, engar grettur, engar hárur, gárur, skvettur, þolir Ægir, þegar einn öldungur hann oní dettur, eins og máður, fáður, sléttur, veðurlúinn völusteinn. um hlið herstöðvanna. í báðum tilfellum minnk- ar íslenzkt sjálfstæði að sama skapi sem áhrifa- vald hins erlenda aðila eykst. Alþýða Islands var aldrei spurð ráða, hvorki þá né nú, hennar hlutverk var aðeins það að hlýða og þjást. Valdsmenn 13. aldar spiluðu á nokkrum ára- tugum þjóðfrelsinu úr höndum sér. Lokaþátt- urinn í þeim leik er kunnur. Nú virðist aftur leikið með svipuðu móti. Utlendri þjóð eru veitt landsréttindi og önnur aðstaða til óeðli- lega mikilla áhrifa hér. Hver endir þess glæfra- lega leiks verður, veit enginn enn. Víst er, að hér er hætta á ferðum. Árvekni hefir brugðizt. Eftir úrslit lýðveldiskosninganna 1944 komst einhver góður maður svo að orði: „Mætti gifta þjóðarinnar vera svo mikil, að ætíð verði svo vel svarað, þegar Island kallar“. Island kallar nú til sona sinna og dætra. Rísið UPP> því að hætta er á ferðum. Erlend yfirráð eru að verða geigvænleg. Látið ekki atburðina frá 1262 endurtakast. Á þessa leið kallar ís- land til vor nú. Þjóðarheill er undir því komin, að kallið heyrist og að því sé vel svarað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.