Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Síða 16

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Síða 16
8 STÚDENTABLAÐ MAGNÚS MÁR LÁRUSSON, prófessor: SKÁLHOLT Nú er mjög rætt og ritað um Skálholt og gætir þar margra tillagna og hugmynda. Hefur málið fengið aukinn byr, síðan hin mikla forn- leifarannsókn fór fram. Hún kemur til þess að hafa almennt gildi í framtíðinni, því óvíða er það, sem undirstöður jafnstórrar trébyggingar hafa fengið að haldast, enda hefur þetta atriði einkum vakið eftirtekt erlendis. Hér heima sam- einuðust hugirnir, er kista Páls biskups kom fram í dagsbirtuna. Það vakti hinsvegar ekki eins mikla eftirtekt erlendis. Þó er vert að leggja á það ríka áherzlu, að menn geti varla reist 50 m langt timburhús með stöpli og stúk- um, nema að eiga kost á nægilega mörgum smiðum, og það vel æfðum. Og kistan er höggv- in af manni, sem haft hefur fullt vald á því, sem hann hefur verið að gjöra. En þegar slíkur sannleikur kemur í dags- birtuna, þá kemur hann mönnum til að hugsa enn gjörr um það, að Skálholti verði einhver meiri sómi sýndur en verið hefur. En hafa verð- ur hliðsjón af því, sem er framkvæmanlegt og gjörlegt, og miða við það. Hátíðarárið 1956 er óðum að nálgast, og er það flestra ósk, að þá sé búið að koma Skál- holti í viðunanlegt horf eftir því, sem hægt er, og skal nú skýrt frá, hvað hægt muni vera að gjöra fyrir þann tíma, samkvæmt þeirri áætl- un, sem ríkisstjórnin hefur til athugunar. Sumarið 1956 er tún staðarins orðið helm- ingi stærra en nú. Það er nauðsynleg og rétt- lætanleg ráðstöfun. A þann hátt fær gestkom- andi maður séð, að staðurinn er lífrænn. A honum fer þá fram sú sjálfsagðasta starfsemi, sem getur til sveita. Augu bæjarmannsins fá þá hvíld við að horfa á iðgrænt túngresið. En bæjarmaðurinn kemur þá einnig auga á ný og myndarleg skepnuhús og ráðsmannshús, sem að vísu mættu vera stærri, en vegna tilkostn- aðarins í heild hefur verið reynt að finna færan meðalveg. Þá verður þar öruggt vatnsból með sæmilegu lindarvatni. Er þessa dagana verið að starfa við þá framkvæmd ásamt smíði ráðsmannshúss. Vatn er æði þýðingarmikið, og urðu síðastliðið sumar miklir erfiðleikar vegna vatnsskortsins, þar eð óvenju margt fólk dvaldist þá að stað- aldri í Skálholti og unnið að margháttuðum framkvæmdum, m. a. byggingum. Gömlu vatns- bólin í Skálholti eru öll á gamla bæjarsvæðinu og vatnið ónothæft, þar eð það rennur allt und- an ræktuðu landi. Til þess að prýða staðinn, hefur skák, 2,S ha að stærð, verið ætluð til skógræktar og blasir hún við í norðvestri. Nú er eigi sama, hvernig leiðin liggur heim að staðnum. Áður fyrr lágu traðir í suðaustur ofan brekkuna í áttina að Laugarási, og aðrar í suðvestur í áttina að Brúará. Voru þær aðal traðirnar og sér enn greinilega fyrir þeim. Þriðju traðirnar voru þær, sem enn er heim- reið. Hafa þær verið eyðilagðar að nokkru og færzt upp í sjálfan kirkjugarðinn. Bifreiðir nú- tímans þurfa sitt pláss. Traðir þessar eru að húsabaki og er erfitt að láta Skálholt njóta sín, þegar komið er þannig að staðnum. Vorður því gjörð ný heimreið af svonefndum skólavegi heim á staðinn og er þá komið upp fyrir fram- an kirkjugarðinn að vestri. Á þann hátt vinnst það, að staðurinn blasir allur við hinum gest- komandi manni. I framtíðinni væri æskilegt, að þjóðvegurinn yrði í heild færður til ,ofan fyrir og vestur fyrir Skálholt. Kemst það von- andi einhvern tíma til framkvæmdar. Ég hef

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.