Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Side 24

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Side 24
16 STÚDENTABLAÐ „Þjóðir, sem hafa átt sér sögu, deyja ekki“, sagði norski sagnaritarinn Ernst Lars. Auð- sjáanlega miðar hann sérstaklega við Norð- menn og Heimskringlu. Réttara hefði samt verið að segja: „Þjóðir, sem eiga sér sögu, deyja ekki“. Allar þjóðir hafa átt sér sögu, ef orðið er tekið í merkingunni: örlög. Gleym- ist þessi saga, verður hún enginn lífgjafi. Sé hún ekki þannig sögð, að almenningur laðist til að lesa hana, verður hún engin eign. (Sig. Nordal: Arfur íslendinga). í þjóðernisbaráttu íslendinga um langan ald- ur hefur saga lands og þjóðar verið höfuðstyrk- ur þeirra. Hún hefur glætt hjá þeim ættjarðar- ást og þjóðarmetnað, hvesst skilning þeirra á samtíðinni og styrkt trú þeirra á framtíðina. Islendingar þurfa enn sem fyrr að heyja harða baráttu fyrir tilverurétti sínum sem frjáls þjóð í landi feðra sinna. I þeirri baráttu er þeim brýn þörf að beita þeim vopnum, er bezt duga. Saga þjóðarinnar er eitt þeirra. En hún verður því aðeins lyftistöng íslenzkri þjóðernis- kennd og aflvaki í erfiðri baráttu að hún sé lifandi fróðleikur, sem öll alþýða manna hefur í heiðri og leggur rækt við. Okkur íslendingum er mikið í mun að mega kallast söguþjóð. En býr þessi söguþjóð þá svo að þjóðarsögu sinni, að viðhlítandi verði talið? A því er tvímælalaust mikill misbrestur og má því til sönnunar fyrst minna á, hversu mjög hlutur sögunnar er fyrir borð borinn á þeim vettvangi, er sízt skyldi, þ. e. í hinum almennu skólum í landinu. SIGRÚN ÁRNADÓTTIR, stud. mag. Söguþjóð, hvar er saga þín? í barnaskólunum er að vísu kennd íslands- saga, en henni mun þar fórnað færri stundum en vert væri, og auk þess er kennslubók sú í Islandssögu, sem notuð hefur verið um langt skeið í barnaskólunum, engan veginn ákjósan- leg. Þar við bætist, að í hana vantar alveg kafla um tímabilið frá 1874 og allt til vorra daga, og er það mikil missa, sem þó mætti vel við una, ef gagnfræðaskólarnir tækju þar við, er frá var horfið í barnaskólunum. En í gagnfræðaskól- unum er alls engin Islandssaga kennd nema í 4. bekk, og ljúka því unglingarnir landspi'ófi úr þessum skólum án þess að fá einnar stundar uppfræðslu í íslandssögu þá þrjá vetur, sem þeir eru þar við nám. I menntaskólunum er Islandssaga kennd fyrsta veturinn og síðan ekki söguna meir, og til stúdentsprófs er hún ekki prófgrein. Hins vegar sjá menntaskólarnir nemendum sínum fyrir ærnu námsefni öðru og mun því næsta fá- títt, að menntaskólafólki gefist tóm til að heyja sér mikinn þjóðlegan sögufróðleik samhliða sögunáminu. Afleiðingin er sú, að þekking á sögu þjóðarinnar er af skornum skammti meðal íslenzkra háskólastúdenta, og gefur það auga leið að eins muni því háttað um embættis- mannastétt landsins, er sá hinn sami hópur hefur hafnað þar að afloknu námi. Naumast getur nokkrum Islendingi blandazt hugur um, að við svo búið má ekki lengur láta standa. Sögu þjóðarinnar verður að skipa á bekk með höfuðnámsgreinum hvers almenns skóla í landinu. Ekkert minna á hún skilið. Ekkert minna er söguþjóð sæmandi. íslenzk alþýða hefur áhuga á sögu þjóðar sinnar. Þó virðist hún að mestu hætt að leggja alúð við þetta áhugamál sitt. Ber þar eflaust margt til. Bókaleysi verður þó varla um kennt. Margar bækur hafa verið settar saman um söguleg efni. Ymsar þeirra eru aðgengilegar og

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.