Stúdentablaðið - 01.12.1954, Side 31
STUDENTABLAÐ
23
sínum eigin skoðunum, ef þær brjóta í bág við
álit valdhafanna í landinu. Þeir óttast, að ann-
ars fái þeir enga lífvænlega stöðu eða embætti
að loknu prófi. Slík er afleiðing einstaklings-
og auðhyggjunnar, hins framandi hugsunar-
háttar, er nú ryður sér til rúms í landinu fyrir
áhrif erlends hers, erlends fjármagns, erlendr-
ar ómenningar. Þessi stefna er helstefna, ber í
sér fólgið banamein vestrænnar menningar. Nái
hún að grafa um sig í þjóðfélaginu, hlýtur þjóð-
in að glata sjálfstæði sínu, tungu sinni og menn-
ingu.
Róttækir stúdentar heita á alla góða Islend-
inga, stúdenta sem aðra, að vera vel á verði
gegn þessari hættu. Islendingar hefðu aldrei
unnið sigur í sjálfstæðisbaráttu sinni, ef Jón
Sigurðsson og aðrir leiðtogar þjóðarinnar hefðu
selt sannfæringu sína fyrir vellaunuð embætti.
Því aðeins endurheimtist frelsi þjóðarinnar, að
Jón Sigurðsson hafði manndóm til þess að sitja
embættislaus í Kaupmannahöfn við þröngan
kost allt sitt líf og helgaði þjóðinni allri líf sitt
og krafta, ekki eigin hagsmunum.
Allir, ekki sízt stúdentar, verða að gera sér
það ljóst, að hér er aðeins um tvennt að ræða,
að vera eða vera ekki, að vera hugsandi mað-
ur eða skynlaus skepna, er aðeins lifir fyrir
munn og maga.
Þess ber ekki að dyljast, að til eru þeir menn,
sem halda í einlægni, að dvöl hins erlenda hers
í landinu sé óhjákvæmileg nauðsyn. Islending-
ar þurfi hans við til varnar sér, jafnvel nú á
friðartímum. Þessir menn hafa látið sefjast af
þeim áróðri, að herinn dveljist einungis í land-
inu til varnar þjóðinni, hið erlenda stórveldi,
er herstöðvarnar hefir, eigi þar engra hags-
muna að gæta. Þetta er mikil blekking og
mikil söguleg vanþekking, er liggur til grund-
vallar slíkri trú. Hvenær hafa fundizt þess
dæmi, að nokkurt stórveldi hafi svo fórnað
eigin hag fyrir hagsmuni smáþjóðar, að það
sendi syni sína henni til varnar, léði henni vopn
og verjur og bæri á hana fé, án þess að hafa
sjálft nokkra nytsemd af? íslendingar þekkja
sjálfir af eigin reynslu umhyggju stórveldis nú
á tímum fyrir hag smáþjóðar. Eða skyldu t. d.
Bretar, hin mikla forustuþjóð í baráttunni fyrir
frelsi og rétti smáþjóðanna, hafa sett löndunar-
bann á íslenzka togara til þess eins að efla hag
Islendinga?
Sannleikurinn er sá, að Islendingar hafa cng-
t---------------------------------------------
Frá ritnefnd
Þess skal getið, að þeir háskólastúdentar, sem
rita í blaðið eru tilnefndir af hinum pólitisku
félögum í háskólanum. Jóhann Lárus Jónasson
og Volter Antonsson eru tilnefndir af Fclagi
frjálslyndra stúdenta, Einar K. Laxness og Sig-
urður V. Friðþjófsson af Félagi róttækra stú-
denta, Björgvin Guðmundsson og Vilhjálmur
Þórhallsson af Stúdentafélagi lýðræðissinnaðra
sósíalista, Jón Hnefill Aðalsteinsson af Vöku,
félagi lýðræðissinnaðra stúdenta og frú Sigrún
Arnadóttir og Stefán Karlsson af Þjóðvarnar-
félagi stúdenta.
Nefndin þakkar sérstaklega starfsmönnum Al-
þýðuprentsmiðjunnar lipurð og ágæta samvinnu.
v_____________________________________________t
an hag af dvöl hins erlenda hers í landinu.
Kæmi til styrjaldar væru þeir jafn ofurseldir
tortímingu og dauða af völdum hinna geigvæn-
legu drápstækja nútímans, hvort sem her er í
landinu eða ekki. Hinn erlendi her gæti þar
engu bjargað. Hann gæti aðeins orðið þjóðinni
til tjóns. Herstöðvarnar yrðu tilefni árása á ís-
land. Herstöðvarnar eru einungis einn hlekkur
í hervirkjagerð stórveldis, sem býzt ekki að-
eins til varnar heldur og sóknar í átökunum
um heimsyfirráðin. Af þátttöku í þeim hildar-
leik hafa Islendingar engan hag. En það er
gálaust að bjóða hættunni heim. Betra er að
týna lífinu fyrir hendi ofbeldismannsins en
selja fyrst sál sína fyrir peninga og láta svo
lífið í kaupbæti.
Sem betur fer eru nú vænlegri friðarhorfur
í heiminum en verið hefur um langt skeið. Is-
lendingar, sem eiga líf sitt undir því, að friður
haldist, ættu að bera sáttaorð á milli hinna
stóru deiluaðila. Það væri þeim betri vörn en
að skipa sér undir vcpn annars hvors aðilans.
Arið 1262 þegar forfeður okkar misstu sjálfs-
forræði sitt í hendur Noregskonungs fyrir til-
verknað sverðsins og sundurlyndisins, var það
heitasta ósk þeirra, að konungur léti þá ná
friði. Allir vita hvern frið þeir keyptu sér. Þeir
keyptu frið hins kúgaða og undirokaða.
Enn í dag eru til þeir menn, sem halda, að
Islendingum sé það ráðlegast að kaupa sér frið
af erlendu stórveldi. Sá friður er enn falur, er
forfeður okkar keyptu sér fyrir nær sjö öld-
um. Stúdentar, er nokkur í meðal ykkar nú í
dag, er vill með Gissuri Þorvaldssyni kaupa
þann frið til handa íslenzku þjóðinni?