Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Side 34

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Side 34
26 STÚDENTABLAÐ JÓHANN LÁRUS JÓNASSON, stud. med.: Römm er sú taug Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. St. G. St. Sterk ættjarðarást hefir um langan aldur verið einkennandi fyrir Islendinga. Þótt þeim hafi verið í blóð borin útþrá og ævintýralöngun og verið fúsir til ferða um fjarlæg lönd, hefir taugin, sem tengdi þá ættlandinu aldrei slitnað. Fyrr eða síðar hafa þeir horfið aftur heim til gamla landsins, sem þeir voru tengdir órjúfandi böndum. Erlendum ferðamönnum, sem hingað liafa komið, hefir ætíð verið þetta mikið furðuefni. Víðförull útlendingur, sem heimsótti Island seint á 19. öld, ritar í ferðaminningar sínar: „Hin eldheita ást Islendinga á heimkynnum sínum er næstum því óskiljanleg. Eg hef aldrei séð neitt svipað áður. Þær þjóðir, sem mest hafa þegið í vöggugjöf, bera ekki í brjósti sér eins brennandi ást til heimilis og ættjarðar og Islendingar“. Hann segir einnig frá greindum, vel mennt- um Islendingi, sem hann var samferða til Edin- borgar. Fyrsta morguninn, sem þeir dvöldust í borginni, hugðist hann grennslast eftir, hvern- ig Islendingnum litist á staðinn. Islendingurinn stóð við gluggann og horfði yfir undurfagurt umhverfið með myndastyttum og glæstum byggingum. „Ó“, hrópaði hann, „ég hefi heimþrá, ó, mitt ástkæra fósturland. Ég vildi óska, að ég væri kominn aftur til minnar heittelskuðu Reykja- víkur. Ég held að ég deyi í þessari húsaeyði- mörk. O, bara að ég mætti enn einu sinni anda að mér hinu ferska lofti minnar kæru fóstur- jarðar“. Reykjavík bar þá annan svip en nú. Það, sem hann saknaði, voru hrörleg hús, fiskikof- arnir, gráar hraunbreiðurnar og fjöllin um- hverfis. Þetta var hans jarðneska paradís. Því miður virðist nú ættjarðarástin, ást á ís- lenzkum bókmenntum og öllu því, sem íslenzkt er, fara heldur minnkandi, en dýrkun hins er- lenda vaxa að sama skapi. Er nú jafnvel svo komið, að íslenzkar iðnaðarvörur seljast mun betur, ef klínt er á þær erlendu vörumerki. Margir hafa látið truflast af hinum erlendu áhrifum, sem flætt hafa yfir landið á síðari árum. Island er ekki lengur einangrað. Það er komið inn í endalausa hringiðu heimsviðburð- anna. Að undanförnu höfum við haft náin sam- skipti við aðrar þjóðir, sem hafa leitt til stór- stígra framfara, einkum á sviði atvinnulífs og tækni. En það bezta kemur ekki eitt saman. Því fylgir allt annað, bæði illt og gott. Við verðum því að gæta þess vel að sýna manndóm, festu og skynsemi, en fullan dreng- skap í öllum samskiptum okkar við aðrar þjóð- ir, að greina hismið frá kjarnanum, gefa því gaum og nema, sem gott er og nytsamt í fari þeirra og til framfara hcrfir, en gína ekki ginn- keyptir við hinu, sem spillir menningu þjóðar- innar, tungu og siðum. Ef Islendingar vilja varðveita menningu sína og lifa frjálsir í sjálfstæðu landi, verður að kenna íslenzkri æsku að meta þjóðleg verð- mæti, glæða ást hennar á landinu sjálfu, tungu þjóðarinnar og bókmenntum.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.